Færsluflokkur: Bloggar
12.9.2008 | 22:16
Heidi klukkaði mig og ég spurði: Hvað er nú það?
1. Fjögur störf sem ég hef unnið við
Íslensku kennari fyrir útlendinga
Kokkur á fjöllum með útlendinga
Hundasnyrtir
Starfsmaður á geðdeild
2. Fjórar bíómyndir sem ég held uppá
Tár úr steini - 1995
Ikíngut -2000
Kristnihald undir Jökli -1989
Little big man -1970
3. Fjórir staðir sem ég hef búið á
Aix en Provence
New York
Boston
Reykjavík
4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
Arizona, BNA
Oaxaca, Mexicó
Marbella, Spánn
París, Frakkland
5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
Náttúrulífsþættir
Menningartengt (myndlist, tónlist)
Heimildarmyndir
Criminal intent Law and order
6. Síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður)
Heimasíður
Listasöfn
Fræðslugreinar
Eyjan.is
7. Fernt matarkyns sem ég held uppá
Hvalkjöt
Fiskur
Önd
Gimbur lamb
8. Fjórar bækur/ blöð sem ég les oft
Orðabækur
Ljóðabækur
Sögubækur
Gróðurbækur / blöð
9. Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna
Í hraustum líkama
Í skapandi heimi
í heitu landi
París
10. Fjórir bloggvinir sem ég ætla að klukka eru:
Bergur Thorberg
Kristbergur
Magnús Geir
Jón Steinar
Hafið það yndislegt
kveðjur til allra
eva
Bloggar | Breytt 15.9.2008 kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.8.2008 | 01:03
Hafið mig afsakaða...en sendið mér ljós !
Ef veggirnir gætu talað, þá mundu þeir segja að hún hafi verið æpandi úr sviðakvölum og friðleysi. Engu líkara en ormur væri skríðandi innan undir holdinu og nagandi sig út um allt lærið, uppá lendar og niður í hnésbætur, skiljandi eftir sár-aum svæði með blöðrum fylltum af vökva.
Þannig engdist hún í fimm daga, ''googlandi'' um heima og geyma til að finna þennan viðbjóð ef hann væri þá til. Vinstra lærið var orðið bólgið og önnur rasskinnin líka svo ómögulegt var að sitja eða liggja. Ef þetta er baktería þá er hún læknanleg með sýklalyfi, en ef þetta er vírus þá er það önnur meðferð. - Skíthrædd við bakteríusmit á spítölum, dreif hún sig loksins á bráðamóttökuna til að fá úr þessu skorið.
Niðurstaðan var ekki heimakoma einsog hún var þó að vona, heldur ristill sem er veira. Hlaupabóluveiran hefur vaknað upp á ný eftir rúm fimmtíu ár, sagði læknirinn. Hún deyr nefnilega ekki og ef ónæmiskerfið er eitthvað farið að veikjast þá grípur hún tækifærið og nær sér í nýtt líf og leggur sig svo aftur þegar hún er orðin södd. - Það væri óskandi að þetta yrði veirunnar eilíðarsvefn, hugsaði hún og kastaði sér á vegg, einsog bloggvinkona hennar gerir alltaf þegar hún er búin að fá alveg upp í kok.
Í dag eru liðnir fimmtán dagar síðan óværan gerði vart við sig. Veirulyfjakúrinn búinn, blöðrurnar sprungnar og matarlistin að koma. Þá er bara að bíða rólegur þangað til allt er búið, orðið að dufti og hrunið af. - Þakklát fyrir lífið og að vera uppi á þessari öld - veirufræðingar og lækning!
Það er margt framundan og gott að þessi kafli er brátt að baki.
Góða heilsu
kveðja, eva
Bloggar | Breytt 26.8.2008 kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
14.8.2008 | 14:35
Nú heimtum við kosningar!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.8.2008 | 23:03
Nokkrar ljósmyndir
Sumri hallar, hausta fer...þá er t.d. gott að skoða ljósmyndir.
Ég hef sett inn hlekk á ljósmyndirnar undir:
Tenglar - Mínir Tenglar - My public gallery
Gjörið svo vel að skoða einsog þið viljið.
kveðja, eva
Bloggar | Breytt 14.8.2008 kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.7.2008 | 02:00
Dett inn og dett út úr bloggheimum....
Kæru bloggvinir!
Nú væri gaman að rifja upp og segja ykkur frá öllum tæknibrellunum sem ég hef lært á blogginu, en satt best að segja, þá held ég að ég sé búin að gleyma flestu og þarf að byrja uppá nýtt. Hef verið í allt öðru undanfarið en sakna ykkar samt oft. Það er betra fyrir mig að ganga en hanga.
Ennþá er sumar á Fróni og ég hef upplifað ótrúlega gott sumar svo langt sem það nær og ætla rétt að vona að mér takist að klofa yfir eða bæla undir mér, fleiri holt og grædda mela og verða mér úti um lúpínufræ. En ég verð að bíða þangað til um miðjan ágúst. Þá er fræbelgurinn vel svartur og þurr. Það ætti því að vera létt mál og löðurmannlegt að ná sér í nokkur pund í gott bómullarkoddaver og svepparótarbakteríuna fæ ég hjá Landgræðslu Ríkisins, bakterían verður að vera með í pakkanum. Þá get ég uppfyllt allar óskir listavinkonu í Boston sem gjörsamlega átti ekki til orð yfir fegurðinni hér í júní og er margsinnis búin að minna mig á hvað hún hlakkar til að gera tilraunir, hinummegin við Atlantshafið.
Ég er að sjálfsögðu búin að vara hana við og segja henni allt sem vísindamennirnir vita um aðgangshörkuna í þessum landnema. En það kemur ekki að sök þarna í Boston, hélt hún.
Þið eruð heldur ekki með íslenska blóðbergið, fjallagrösin eða Holtasóleyna okkar þjóðarblóm. Lambagrasið, hvönnina og ljónslöppina svo maður tali ekki um melgresið, bláklukkuna, hrafnaklukkuna eða fjalldalafífilinn og óteljandi fleiri jurtir. Ætli gleym-mér ei og geldingahnappur eru kannski bastarðar í Boston? svona held ég áfram. Hvað veit ég, kannski sendi ég skaðræðisvald í gömlu Háskólaborgina mína. En vinkonan er hvergi banginn.
Lúpínan er sem sagt toppurinn frá Íslandi í augnablikinu.
Hafið það öll - yndislegt!
kveðja
Bloggar | Breytt 8.8.2008 kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
4.5.2008 | 16:44
Nú er ég að gefast upp á linkinu en
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
4.5.2008 | 02:05
Skoðið áhugaverðustu bloggsíðuna: larahanna.blog.is
Hér með bendi ég á fróðlega pistla um Náttúruvernd hjá: larahanna.blog.is
GULLFALLEGT VEGGSPJALD á veffanginu: www.hengill.nu
STÖNDUM VÖRÐ, STÖNDUM SAMAN UM LANDIÐ OKKAR ÍSLAND!
MEÐ BARÁTTUKVEÐJUM
EVA
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.5.2008 | 23:55
Fram þjáðir menn í þúsund löndum
BARÁTTUKVEÐJUR TIL ALLRA
Kveðja eva
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.4.2008 | 17:28
Fólkið fer í fjallgöngur: Hvannadalshnúkar í beinni
Bloggar | Breytt 6.5.2008 kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.4.2008 | 16:40
Bráðum.....
Í tilefni fæðingardags Halldórs Laxness í dag, langar mig til að miðla til ykkar mynd af Marionettu, sem ég skóp fyrir margt löngu af skáldinu. Verkið má sjá í allri sinni dýrð í safninu á Gljúfrasteini.
BRÁÐUM KEMUR BETRI TÍÐ
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta lánga sumardaga.
Þá er gaman að trítla um tún og tölta á eingi,
einkum fyrir únga dreingi.
Folöldin þá fara á sprett og fuglinn sýngur,
og kýrnar leika við kvurn sinn fíngur.
Halldór Laxness
Sumardagurinn fyrsti er á morgun, það er dagurinn sem ég var viss um að Snjótittlingar breyttust í Sólskríkjur.
SÓLSKRÍKJAN
Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein,
sem hljómaði til mín úr dálitlum runni;
hún sat þar um nætur og söng þar á grein
svo sólfögur ljóð um svo margt, sem ég unni,
og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein -
ó, ef að þú vissir, hvað mikið hún kunni.
Hún kvað um sitt fjölbreytta fjalldala skraut,
hve frítt er og rólegt að eiga þar heima,
hve mjúkt er í júní í ljósgrænni laut,
hve létt þar er vetrarins hörmum að gleyma,
og hvað þá er indælt við ættjarðarskaut
um ástir og vonir að syngja og dreyma.
En sætust af öllum og sigrandi blíð
hún söng mér þar ljóðin um dalbúans næði,
um lundinn sinn kæra og lynggróna hlíð,
þó lítil og fátækleg væru þau bæði;
en svipurinn hýrnar, þér sýnast þau fríð
í syngjandi snjótittlings vornæturkvæði.
Þar söng hún í kyrrðinni elskhugans óð
um óbyggðar heiðar og víðsýnið fríða,
og æskunnar barnglaða, blíðróma ljóð,
sem biður þess sumarið aldrei að líða;
því sitja þar vorkvöldin hlustandi hljóð,
því hika þar nætur og dreymandi bíða.
En fjarri er nú söngur þinn, sólskríkjan mín,
og sumur þíns vinar hin fegurstu liðin;
hann langar svo oft heim á Þórsmörk til þín,
hann þráir svo ljóðin og vornætur friðinn, -
hann harmar í skógunum hrjósturlönd sín,
hann hlustar sem gestur á náttgalakliðinn
Þorsteinn Erlingsson
GLEÐILEGT SUMAR OG TAKK FYRIR VETURINN
kveðja eva
Bloggar | Breytt 24.4.2008 kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)