DAGATALIÐ 2009

Ég ætla ekki að sprengja neitt, ekki einu sinni halda á stjörnuljósi. Ég ætla að hafa neon glóandi hálsfesti í þögninni, glóandi gamall hippi í hugleiðslu og það skal enginn raska þeirri ró sem yfir mig og mína mun fara á tíu mínútum í þögninni, því ég mun meðtaka strauminn sem ég fæ frá kærleiksríku hugsandi fólki og senda til baka kærleikskveðjur til allra í þögninni.

Svona hljóðuðu seinustu orð mín á gamla árinu til Lilju Guðrúnar og ég trúði því á meðan ég skrifaði, að þetta gæti verið mjög sterkt ef maður bara leggði sitt að mörkum. 

Í seinustu ferð minni í Bónus blasti hálsmenið við mér. Hálsmenið sem lýsir í myrkri, ég keypti tvö til öryggis. Þetta fannst mér vísa á gott.

Eftir dásamlegan hátíðarmatinn hjá systur minni, fór ég út með frænkum mínum á Áramótabrennu. Þar var mikið sungið. Ekki þurfti níu ára frænka mín texta á blaði, hún kunni allt utanbókar og söng af hjartans list þó þetta hafi verið fyrsta upplifun hennar á Áramótabrennu. Mikið var það gaman.

Þegar við komum heim í hús, var systir mín búin að útbúa eftirréttinn og svo var komið að skaupinu.

Ég hef sjaldan hlegið eins mikið og stöðugt, ég man það ekki betra. Til hamingju Silja Hauks leikstjóri, leikarar, leikmyndahönnuðir og allir aðrir sem að verkinu stóðu, fagleg framleiðsla á skemmtiefni. Til hamingju með árangurinn og hjartansþakkir fyrir skemmtunina.

Nú tók ég hálsmenin úr umbúðunum og sá að ég þurfti að festa þau saman á endunum með plast hylki sem fylgdi og átti að smellpassa auðvitað. En svo var ekki. Það var ekki nokkur leið að troða endunum inní plasthylkið, götin voru of lítil eða jafnstór festinni og of hörð til að hægt væri að flenna þau út. Sjálflýsandi vökvinn var farin að leka út í dropatali úr svokallaðri festi sem gat ekki orðið festi en lýsti upp allt það sem fyrir honum varð. Lyktin var viðurstyggileg, ég hélt að þetta væri eitur og brátt yrði ég öll, fyrir ónýtt draslsvindl úr Bónus og gafst upp. Þá tók frænka mín við, sem getur sett saman vélmenni einsog ekkert sé, hún gat ekki troðið festinni saman, það var ógerningur.

Þarna var fljóttekinn tvöhundruð kall hjá kaupmanninum og leitt að þurfa að glíma við eitthvað svona nauða ómerkilegt seinustu klukkustund ársins.

Hugleiðsla í tíu mínútur var farin fyrir bí. Góð hugmynd hjá Lilju Guðrúnu. Eitt er víst að miklu færri flugeldum var skotið á loft nú um áramótin en í fyrra og ég vona að einhverjum hafi tekist að koma sér í hugleiðsluástand í 10 mínútur þó ég hafi klikkað.

Andri Snær Magnason, fór langt með að slökkva ljósin í borginni 28. september 2006. Ég veit ekki hve langur aðdragandinn var að gerningnum en hugmyndin var ekki opinberuð í alvöru fyrr en um mánuði fyrir tímasetningu. Það tókst betur en á horfðist og atburðurinn var kallaður generalprufa. Ég gleymi ekki tilhlökkun minni, að fá að upplifa ljósin slökkna eitt og eitt og svo í þúsundatali, það var stórmagnað. Skyggnið var ekki gott þetta kvöld því miður, þetta verður að endurtaka þangað til við getum sagt að við höfum séð frumsýningu á stjörnunum og FUNDIÐ FRIÐINN Í KJÖFARIÐ!

Hér í Reykjvík er allt of mikil ljósmengun svo mikil að maður dettur úr sambandi við náttúruna ef maður kemst ekki út fyrir borgina.

Ég sé á tölvunnu minni að það er kominn þriðji janúar og ég hef ekki fengið Dagatalið frá bankanum ennþá. Ætli sé búið að leggja þann sið niður?

Ég sendi vinum nær og fjær mínar bestu nýársóskir og þakka fyrir liðna tíð.

Heartkveðja eva

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Gleðilegt ár elsku Eva mín! Þú verður að fyrirgefa en þessi stórkostlega lýsing þín á þessum vandræða sjálflýsandi festum er alveg óborganlega fyndin. - Ég sé þig í anda reyna að standa við orð þín, og í kappi við tímann reyna að tjasla Bónusfestunum saman, svo allt verði eins og þú hafðir skrifað að yrði. - Ég vona hinsvegar að það hafi ekki skemmt gleði þína yfir áramótin. - Kær nýárskveðja héðan að norðan,  suður yfir heiðar til þín.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.1.2009 kl. 00:42

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha mín kæra, mikið rétt hjá leikkonunni góðu, þetta hljómar nú að minnsta kosti grátbrosklega, en þó meira skemmtilegt en hitt! En sem hún sagði líka, vonandi hefur þetta ekki skemmt of mikið fyrir stemningunni hjá þér með systur þinni og fjölskyldu.

En gleðilegt nýtt ár og þakka fyrir ljúf og góð samskipti á liðnu ári. Þú átt svo sannarlega skilið að nýja árið og bara framtíðin öll verði þér góð og happadrjúg eftir allt sem á undan er gengið og verður til dæmis hér eftir sett í veikindabann sem og útilokun á frekara krumpi á kropp þínum forkunarfagra!

Nú veit ég ekki um haða banka þú átt, en skömmu fyrir jólin fékk ég Mánaða/dagatal frá Glitni, nokkuð sem teljast mun safngripur, því nafninu verður sem betur fer breytt aftur í Íslandsbanki innan tíðar!

Magnús Geir Guðmundsson, 4.1.2009 kl. 01:19

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Gleðilegt ár elsku Lilja mín sömuleiðis. Nei, nei ég lét þetta ekki eyðileggja áramótin fyrir mér og ég hugsaði til þín norður meðan látlaus sprengjuhríðin gekk á allt í kringum mig. Þegar ég kvaddi góða selskapinn, vildu allir að ég tæki þetta drasl með mér og skilaði því, - einhverjum datt í hug að ég ætti að stinga þessu upp í rassgatið á kaupmanninum, - fín hugmynd og eftir skaupið sá ég hann fyrir mér upplýstan, rassskelltan á Austurvelli. - Ég henti þessum ræmum inn í bílinn og þær voru glaðar og glóandi og allt sem úr þeim rann, þó aldrei verði úr þeim festi. ''They just don´t make them like they use to do''.

Eva Benjamínsdóttir, 4.1.2009 kl. 01:34

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Kærar þakkir Magnús minn og ég óska þér líka alls hins besta á nýju ári, því einsog þú segir réttilega hafa samskiptin verið ljúf og góð, svo náin að ég hef fengið upphafningu í vísu og nú er engu líkara en þú sért orðinn skyggn og sjáir minn krumpaða kropp ljóslifandi fyrir þér þó forkunarfagran, sem betur fer. Þú ert frábær! - Ég vona líka að veikindabannið gangi eftir, svo ég geti verið aktífari á Austurvelli, takk fyrir hugsunina.

Kaupthing er minn banki, skil ekkert í þessu en veit að sumir fá alskonar dagatöl og gjafir frá bönkunum með nafnáritun og allt. Ég á nú ekki von á því úr þessu. -Til hamingju með safngripinn, glúrinn að taka eftir þessu.

Eva Benjamínsdóttir, 4.1.2009 kl. 02:15

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh þú bjargar deginum með þessari færslu Eva mín.  Hvað ég sá þig í anda pufast við að koma festinni saman hehehe.... 

Gleðilegt nýtt ár mín kæra og farðu vel með þig.

Ía Jóhannsdóttir, 4.1.2009 kl. 08:59

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Gleðilegt Nýtt ár Ía mín og takk fyrir góð og skemmtileg samskipti á liðnu ári. Ég er að reyna að fara vel með mig, hef mikið verið innandyra um hátíðirnar.

Mikið finnst mér vænt um að ykkur skuli finnast vandræði mín skemmtileg. Ég er ákveðin í að hafa uppá þessum mjúku festum sem gerðu ekkert annað en lýsa upp heilu hippasamkomurnar í firðsömum mótmælum úti sem inni í NY fyrir 30 árum. Þær héngu stilltar um hálsinn jafnvel þegar slokknað hafði á þeim og allir vissu að við vorum friðsamir aktívistar, sem vildum að hlustað væri á okkur. Og það gekk eftir. Ég er kannski gengin í barndóm...

Eva Benjamínsdóttir, 4.1.2009 kl. 16:06

7 Smámynd: Heidi Strand

Gleðilegt ár Eva mín með eða án Bónus og bankann.

Heidi Strand, 4.1.2009 kl. 16:57

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Ég var ein með Lappa í húsinu um miðnætti og naut þeirrar kyrrðar.

sá áramótaskaupið daginn eftir og ég eins og þú hló mikið, frábært skaup !

AlheimsLjós til þín og þinna

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 17:51

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Gleðilegt ár Heidi mín og takk fyrir það liðna. Það verður kannski tómlegt að hafa hvorki b eða b fyrsta ganginn en það venst. Þetta er annars sérstaklega andsnautt á prenti og armt í raun.

Eva Benjamínsdóttir, 4.1.2009 kl. 21:44

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þakka öllum fyrir innlitið. - Einu sinni vann ég fyrir stranga, skemmtilega og fróða ekkju af Gyðingaættum. - Hún var alveg hneyksluð á því hvað Íslendingar þökkuðu lítið fyrir sig. Hún spurði mig hvort ókurteisi væri landlæg á Íslandi. Og ég hélt nú ekki og taldi mig vel upp alda að muna að þakka alltaf fyrir matinn og gjafir og sagði henni að allir í minni fjölskyldu heilsuðust og kveddust með kossi beint á munninn. En frúnni fannst ekki nóg um þakkir svo þetta festist í mér og ég fer alveg í hnút síðan þá, ef ég gleymi að þakka.- Thank you!

Steina mín yndislegust, þakka þér alla þá jákvæðu uppörvun í myndum og máli sem þú hefur sent mér á liðnu ári. - Já, djéskoti var skaupið fínt og mikið óska ég þess að Silja fái fljótt tækifæri til að búa til nýja bíómynd.

Ég meðtek ljósið þitt með þakklæti og sendi annað á leifturhraða til þín og þinna. Hafðu það yndislegt í Lkveðja 

Eva Benjamínsdóttir, 4.1.2009 kl. 22:12

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eva þú ert krútt.

Gleðilegt ár mín kæra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2009 kl. 00:15

12 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Tek það með þökkum Jenný mín en veistu - þú ert líka grímulaust hippakrútt.

Eva Benjamínsdóttir, 5.1.2009 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband