Dett inn og dett út úr bloggheimum....

Lúpína í Öskjuhlíð

 Kæru bloggvinir!

Nú væri gaman að rifja upp og segja ykkur frá öllum tæknibrellunum sem ég hef lært á blogginu, en satt best að segja, þá held ég að ég sé búin að gleyma flestu og þarf að byrja uppá nýtt. Hef verið í allt öðru undanfarið en sakna ykkar samt oft. Það er betra fyrir mig að ganga en hanga.

Ennþá er sumar á Fróni og ég hef upplifað ótrúlega gott sumar svo langt sem það nær og ætla rétt að vona að mér takist að klofa yfir eða bæla undir mér, fleiri holt og grædda mela og verða mér úti um lúpínufræ. En ég verð að bíða þangað til um miðjan ágúst. Þá er fræbelgurinn vel svartur og þurr. Það ætti því að vera létt mál og löðurmannlegt að ná sér í nokkur pund í gott bómullarkoddaver og svepparótarbakteríuna fæ ég hjá Landgræðslu Ríkisins, bakterían verður að vera með í pakkanum. Þá get ég uppfyllt allar óskir listavinkonu í Boston sem gjörsamlega átti ekki til orð yfir fegurðinni hér í júní og er margsinnis búin að minna mig á hvað hún hlakkar til að gera tilraunir, hinummegin við Atlantshafið.

Ég er að sjálfsögðu búin að vara hana við og segja henni allt sem vísindamennirnir vita um aðgangshörkuna í þessum landnema. En það kemur ekki að sök þarna í Boston, hélt hún.

Þið eruð heldur ekki með íslenska blóðbergið, fjallagrösin eða Holtasóleyna okkar þjóðarblóm. Lambagrasið, hvönnina og ljónslöppina svo maður tali ekki um melgresið, bláklukkuna, hrafnaklukkuna eða fjalldalafífilinn og óteljandi fleiri jurtir. Ætli gleym-mér ei og geldingahnappur eru kannski bastarðar í Boston? svona held ég áfram. Hvað veit ég, kannski sendi ég skaðræðisvald í gömlu Háskólaborgina mína. En vinkonan er hvergi banginn.

Lúpínan er sem sagt toppurinn frá Íslandi í augnablikinu.

Hafið það öll - yndislegt!

HÉR 

HÉR

Lúpínuseyði

 Heart kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Velkomin aftur... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.7.2008 kl. 02:04

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæra Eva frænka mín, gaman að heyra í þér auðvitað höfum við spjallað á öðrum miðlum en langt síðan þú hefur leift bloggvinum að lesa um það sem þú ert að vinna að, þú ættir nú að leyfa þeim að njóta einhverra þeirra mynda sem þú ert búin að taka í sumar þær eru nú bara yndislegar.
Kveðja til þín.
Millafrænka.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.7.2008 kl. 10:17

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk fyrir það Lára Hanna, ég er með kvikasilfur í r-gatinu og verð að skoða náttúruna einsog þú. Mikið finnst mér vænt um að sjá ykkur aftur elskurnar mínar.  Ég gef mér betri tíma í að setja eitthvað inn hér fljótlega, elsku Milla frænka mín.

Nú set ég á mig gæsalappirnar og stekk í sund meðan veðrið er svona hlýtt og dularfullt. kveðja

Eva Benjamínsdóttir, 27.7.2008 kl. 11:45

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislet að heyra um elsku lúpínuna, hún er heppinn vinkona þín í boston, ég væri alveg til að að fá nokkur fræ af þessari elsku.

Kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.7.2008 kl. 18:48

5 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Gaman að sjá þig hér aftur, vonandi hefurðu það gott:)

Linda Samsonar Gísladóttir, 27.7.2008 kl. 20:37

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessuð listakona og velkomin aftur!

Sumarið já bara yndislegt um mestallt land og það finnst mér já svolítið dularfullt! Sól og hiti yfir 20 stig er þó bara augljós sæla, allavega í nokkra daga!

Hvönninni mætti bæta við upptalninguna þína, lækningajurtunni miklu, en mikið hafa menn nú annars já deilt um ljúpínuna og þykir hún nú mörgum frekar vera til óþurftar en hitt!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.7.2008 kl. 21:31

7 Smámynd: Heidi Strand

Gaman að sjá þig aftur hérna. Takk fyrir postinn í dag, en ég skil ekki alveg hvað ég á að gera.

Heidi Strand, 27.7.2008 kl. 22:01

8 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Steina mín, ég skal með glöðu geði tína lúpínu fræ, hugsa til þín og tengjast þínu fagra ljósi. Sendi þér svo poka líka, ekkert vandamál.

Linda elsku frænka mín, ef eitthvað er þá er það of gott, nei segi svona :) 

Magnús minn, takk fyrir, veit ekki hvað það er en ég er alltaf hálf feimin við þig en ég get treyst þér fyrir því að ef veðrið er rjómalogn skýað og 16 stiga hiti, þá spenni ég eyrun. Einkonar jarðskjálfta-tilfinning, þó sú upplifun sé heiðskýr himinn, samt eitthvað dularfullt, og þú finnur það líka! Já, Hvönnin er mergjuð planta, skarfakálið, erfiða eltingin, fjallagrösin, fíflarnir, vallhumallinn, birkið o.m.f. öll sú dásemd sem Ísland býr yfir í lækningajurtum. Lúpínan er alls ekki full rannsakað dæmi vegna þess að hún er ungur landnemi 20-30 ára. Mér finnst hún gullfalleg og kraftarverk sem hún vinnur á örfoka melum, enn ég hef séð hana vaða yfir lambagrös, blóðberg, lyng og fleira rammíslenskt. Þá grætur hjarta mitt, því ég þoli ekki stríð. Ég vona að vísindamenn finni sem fyrst milliveginn á þessu vandamáli svo allir menn og íslenskar jurtir geti vel við unað í sátt og samlyndi um aldur og ævi.

Heidi mín, þú lítur vel út, sæt mynd og ert bara hress, ha. Um hvaða póst ertu að tala?

Eva Benjamínsdóttir, 27.7.2008 kl. 23:50

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ætlar vinkona þín kannski að fara að sjóða lúpínuseyði, það er langt síðan að Bandaríkjamenn rannsökuðu Lúpínuseyðið hans Ævars og sannreyndu að það hefði ekki bara fyrirbyggjandi áhrif, þar sem það byggði upp ónæmiskerfið, heldur gerði það margt, margt fleira. Velkomin aftur. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.7.2008 kl. 14:30

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sæl Lilja mín, - gott að sjá þig. Í minni fjölskyldu hafa margir gert sér gott með undravökva lúpínuseiðisins, þó með misjöfnum árangri. Það virðist allavega svínvirka fyrir blöðruhálskirtilinn en þar fá margir karlmenn krabbamein. Mágur minn sver fyrir að ekkert annað hafi komið að gagni s.l. fimmtán ár og telst hann aldraður maður í dag eða hátt á níræðisaldri.

Vinkonan veit um lækningarmáttinn og vill kannski vera við öllu búin en hún varð bara ástfangin af lúpínubreiðunum og maðurinn hennar líka. Þau voru mikið að spá hvernig þau gætu hraðað henni svo hún yrði einsog Ártúnsholtið sem fyrst. Ég skaut á tuttugu ár fyrir alla þá þekju og er víst nokkuð nálægt því. Þau byrja bara í stóra garðinum sínum í Boston. Annars eru þau umhverfislistamenn og gætu verið að spá mjög stórt!

Fræðimaður sagði mér að bakterínan væri trúlega til staðar í jarðveginum fyrir vestan haf en allur er varinn góður. Þetta má ekki klikka.

- Ég er að byrja á teskeið á dag af hvannar-elexír, hún á að gefa manni aukin kraft og byggja upp ónæmiskerfið. Eins er ekki spurning um sólhattinn, góður og heldur manni frá pestum.

Eva Benjamínsdóttir, 29.7.2008 kl. 12:24

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Engin ástæða til að vera feimin við strákkjána eins og mig Eva mín, er meinleysisgrey sem þó stundum er stríðin og svolítið ýtin líka við ykkur stúlkurnar, en engin hætta er þar á ferðum!

En vonandi gera hinir amerísku vinir þínir nei enga vitleysu með þessum lúpínutilraunum, fengju líka fyrir ferðina ef eitthvað færi mikið úrskeiðis ekki satt?

Magnús Geir Guðmundsson, 29.7.2008 kl. 19:40

12 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þú ert bara yndislegur Magnús minn og lunkinn drápuhöfundur. Gott að vita að hér sé engin hætta á ferð! - Ég er ekkert inn í boltanum og slekk oftast á sjónvarpinu á sumrin. Næri mig á náttúrunni þegar kostur gefst.

Þau eru nú reyndar bæði fædd í Evrópu vinahjónin mín, hef ekki hugsað út í það áður en nei, ég trúi ekki að þeim sé skítsama um heimalandið þannig séð. Og allra síst mundi ég vilja dúsa í djeilinu fyrir fræsendinguna.

Eva Benjamínsdóttir, 29.7.2008 kl. 21:21

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lúpínan okkar kæra er ekki bara falleg heldur einnig lækning á svo margt, eins og flestar okkar jurtir, ég nota til dæmis eingöngu andlits og húð krem úr náttúrunni, ekkert er betra.

Knús til þín frænka þín Milla
 Sweaty                                      Kisses 
Svona lít ég út í
hitanum.





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2008 kl. 21:29

14 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Milla mín, þess vegna ertu svona sæt. Já, veistu ég hef tröllatrú á lúpínunni sem lækningarjurt og fagurfræðilega séð er hún gullfalleg einsog ég hef áður sagt. Ég teldi vitlegra að álrisarnir beyttu sér frekar fyrir náttúrulegum snyrtivörum úr íslenskum jurtum, svona til að fegra allt og alla, heldur en að hrifsa endalaust fagra landið okkar í ál og auk þess drekkja því .

Vá, hvað er yndislegt að fá að vera á stuttbuxunum í nokkra daga úr sumri. Ég elska þennan hita og er langt frá því að svitna eða stikna. Drekk bara vatn og borða skyr með bláberjum sem ég tíndi í fyrra. Njóttu hitans og lífsins elsku Milla frænka mín.

Eva Benjamínsdóttir, 29.7.2008 kl. 22:44

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka þér hlý orð Eva, veit nú samt ekki hversu hátt ég skora í raun á "skala Yndisleikans", en get ju alveg verið bærilegur! Íþróttir bara almennt skipað stóran sess í mínu umhverfi og fjölskyldu, en auk svo margs margs annars! Trúi nú varla að þér sja´lfri yrði stungið inn fyrir eitt eða neitt, en gæti hugsast með vini þína ef blessuð plantan yrði uppivörslusöm sem aldrei fyrr á lendum vestra, svo til mikilla vandræða horfði. Þá vildi örugglega einn og annar gera þau bótaskild og koma þeim svo bakvið lás og slá!En loks hvað varðar meinleysi mitt, þá gæti það nú sveiflast eitthvað ef ég hitti þig nú óvart hressa í náttúrunnar óravíðáttu á litlu öðru en stuttbuxunum, freistaðist þá áreiðanlega til að "faðma nett og kyssa rétt"" haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.7.2008 kl. 00:29

16 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég ætti bara að vera þakklát fyrir boltann því þá dríf ég í einhverju skapandi í staðinn. Pabbi minn var boltasjúklingur og ef manni varð á að hringja til hann þegar bolinn var í gangi sagðann. ''Ertu ekki að horfa á boltann''? Nei, sagði ég. Þá sagðann, '' Guð hjálpi þér barn''. Hann pabbi minn þekkti alla leikmenn í öllum liðum með nafni, hann var afskaplega þægilegt gamalmenni og stórskemmtilegur. Samt þrúi ég því að hann hafi oft misst af mér, hann hefði ekki tekið eftir því þó ég væri á stuttbuxum, t.d. því ákafinn var með eindæmum fyrir þessum blessaða bolta, sem hreyfir ekki við mér. Það hafa allir sitt og það er bara fínt. Ég held ég sé líka ómöguleg í daðrinu, minn meinlausi bloggvinur, hahahaha.

Eva Benjamínsdóttir, 30.7.2008 kl. 10:46

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Saknaðarkveðjur

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2008 kl. 12:47

18 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Múuuuuuha, yndislegt að sjá þig Jenný mín, sakna þín líka. Verð að vera duglegri að lesa en festist ekki við stólinn í þessu guðdómlega, unaðslega, langþráða veðri. Er að sjálfsögðu orðin tinnudökk og óþekkjanleg og ætti að blandast vel inn í allan heiminn.

Eva Benjamínsdóttir, 30.7.2008 kl. 19:14

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

ERt nú bara ágæt held ég og mjög skemmtileg að deila þessari smámynd af föður þínum með okkur. En veistu, ég á núorðið auðvelt með að velja og hafna, þetta er bara þáttur í menningar- og afþreyingu dagsins, en ekki þó svo mikilvægur að ekkert annað komist að! Tja, karlinn átti nú ekkert þannig séð heldur að vera upptekin af ef dóttir hans væri að spranga um léttklædd í stuttbuxum, það væri bara fyrir okkur hina strákana að taka EINKAR VEL eftir því!

En mér heyrist nú að "liðsmenn" náttúrunnar séu þér nú nær jafn kunnuglegir og föður þínum voru fótboltaliðsmennirnir,þú leynir allavega ekki ást þinni og áhuga á þeim í allri upptalningunni!

Og gruna þig um að vera dágóð í daðri ef þú vilt á annað borð við hafa!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.7.2008 kl. 23:49

20 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Magnús minn, takk fyrir spegúlagsjónirnar og skrifin til mín. Ef ég væri alveg einsog minn hugur stendur til, þá væri ég klæðalaus einsog formóðirin, í besta falli með laufblað en það er oftast of kalt hér á landi fyrir slíkt. Trúlega fæddist ég hér vegna þess að mér var ætlað að hylja líkama minn.

Ég elska náttúruna og hef góða aðstöðu til að tilla mér við lækjanið eða horfa á fossinn í næsta nágrenni. Oftast er ég þó kappklædd og vek litla athygli, enda ekkert að hugsa um annað en blessuð blómin, trén og að fuglarnir verði ekki settir á kaf í stóriðjulátum nokkurra valdamanna. . kveðja

Eva Benjamínsdóttir, 31.7.2008 kl. 14:33

21 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þér er tekið fagnandi

Heiða Þórðar, 1.8.2008 kl. 06:43

22 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Vá Eva þú ert snillingur!  Auðvitað ætti Ísland að taka á sig allsherjaruppgræðslu á lúpínunni og seyðinu hans Ævars, sem þegar hefur fengið viðurkenningu frá Bandarískum vísindamönnum, um að seyðið byggir upp ónæmiskerfið og ver það gegn krabbameini. -

 Þetta heyrði ég fyrst sagt frá í fréttatíma RÚV fyrir níu til tíu árum síðan, allavega á tíunda áratug síðustu aldar. - Síðan ekki söguna meir. -  Sama hvern ég spyr í heilbrigðisgeiranum, enginn man eftir að hafa heyrt þetta.  

En Lúpínan er merkileg, hún dreifir sér hratt, svo hratt að Íslendingar hafa reynt að fyrirbyggja útbreiðslu hennar,  með því að eitra fyrir hana. -

 Lúpínan var fyrst gróðursett hér til að binda jarðveg þar sem uppfok er mikið, og svo sannarlega stóð hún fyrir sínu í þeim efnum. -

En um leið var mikil andstaða gagnvart Lúpínunni þar sem hún var nokkurskonar "aðskotajurt",  í,  íslenskri náttúru, - Og þar af leiðandi mátti ekki tala um lúpínuna sem Íslenska jurt,  eða bara sem jurt, almennt,  "þetta er bara illgresi", heyrði ég gjarnan hjá mér fróðara fólki. - 

Þegar ég af ungæðishætti, leyfði mér fjálglega að upplýsa, að að mér væri nokk sama, þó jurtin væri aðskotahlutur í Íslenskri náttúru. -Á meðan jurtin væri búinn að sanna tilverurétt sinn,  og að hennar væri þörf í náttúru landsins. -

Og um leið vonaði ég að fordómar (í alvöru Eva mér fannst ég upplifa fordóma) fyrir útlendum jurtum sem skotið hafa rótum hér, með æxlun af mannavöldum, og sannað hefðu lækningamátt sinn væri þyrmt,  og þeim leyft að lifa nema að eigendur jarða/garða ákveddu annað.  -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.8.2008 kl. 02:59

23 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Heiða: þakka þér fyrir sömuleiðis, þú hressir mig helling .

Ester mín: þegar ég sest þá sest ég. Gott að sjá þig sæta

Lilja mín: Mikið til í þinni pælingu og ég er hjartanlega sammála þér. (-'af því jurtin er útlendingur þá er um að gera að eyða ekki of miklu fé í rannsóknir og jafnvel fordæma og slá hana út af borðinu, áður en gullni meðalvegurinn er fundinn?!'). Fólk er skíthrætt við plöntuna, hrætt við að hún vaði stjórnlaust yfir landið og sölsi það undir sig. Við hljótum að verða að horfa til kosta plöntunnar líka og finna lausn á þessum hræðsluáróðri. Það er vitað að lækningarmáttur hennar er mikill og það er vitað að hún breiðir hratt úr sér og græðir örfoka holt og mela. Hvers vegna geta menn ekki fundið leið til að temja hana? Ég er ekki sérfræðingur í Lúpínunni en ég vil meðalið af henni, meðan það hjálpar eða fyrirbyggir miskunnarlausasta sjúkdóm mannkynsins, krabbamein. Um daginn heyrði ég að líftími Lúpínunnar væri um það bil þrjátíu ár og krafturinn allur úr henni þegar uppgræðslunni væri lokið. Hún þrífst sem sagt ekki í frjóum jarðvegi. Ef þetta er satt þá er björnin unninn, eða hvað? Mikið væri gaman ef Lúpínu sérfræðingur útskýrði málið. En þeir eru alveg 'stuck' í að finna heftingu útbreiðslunnar, brenna hana, slá hana, drepa hana. Er það lausnin???? Sé það ekki.

Álrisarnir ættu nú að skipta út og veita peningunum í eitthvað mannbætandi einsog t.d. Lúpínuna. kveðja

Eva Benjamínsdóttir, 5.8.2008 kl. 00:16

24 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gaman að heyra frá þér Eva mín.  Ég hef mikið verið að pæla í því að planta hér lúpínufræjum og læt e.t.v. verða af því með haustinu.  Mér hefur alltaf fundist hún augnayndi.  Knús inn í góðan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 5.8.2008 kl. 09:13

25 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Gaman að sjá þig Ía mín!!! Mér datt í hug að verða afar tæknileg og senda hlekki til uppfræðslu á lúpínunni en NEI! Allt fraus fast hjá mér einsog ég væri eitthvurt glæpakvendi með leynilegar upplýsingar. Ég er nú ekki alveg búin að gefast upp, þetta vesen eflir mig bara í ákefðinni. Verst hvað ég á erfitt með að sitja lengi við. Annars er mikil lesning hjá Landgræðslu Ríkisins og Skógrækt Ríkisins, um hina umdeildu lúpínu, svo ég bendi á eitthvað af viti.kveðja

Eva Benjamínsdóttir, 5.8.2008 kl. 18:11

26 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Eva skilaðu bestu kveðju til Hermínu frá okkur.  Vonandi fötum við aftur til Marbella einhvern tíma og þá væri gaman að hitta kellu. 

Ía Jóhannsdóttir, 5.8.2008 kl. 21:43

27 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég skal skila góðu kveðjunni frá þér til MíMí Ía mín, hún verður ánægð.

Eva Benjamínsdóttir, 5.8.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband