Nýtt tungl

Litla kaffistofan 5 april 08Eva sjalfsmynd fra HeidinniReykjafjall XIBrosandi a HeidinniFjorhjolakappar a Heidinni III copyFjorhjolakappar fara framhja copy

 

 

 

 

 

 

Ég náði að sofna undir morgun en lét mig ekki og dreif mig af stað í fyrirhugaðan göngutúr á Hellisheiði.

Þegar ég opna útidyrahurðina, blasir við mér hlussu stór æla. Eftir að ég var búin að klofa yfir æluna og fara með dót í bílinn fór ég bálreið upp og hringdi bjöllunni á íbúð 27, þar var engin með rænu til að koma til dyra. Ég ákvað að halda mínu striki og ganga í málið í bakaleiðinni.
Keypti mér Útivistarbókina í N1, bók um útivistarsvæði og gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur, var svo rokin af stað upp á Hellisheiði.

Þar var greinilega engan að sjá sem vildi slást í för með mér svo ég tók strikið uppúr ellefu að Hengilssvæðinu. Ég er með stafina og ætla í Stafgöngu. Áður en ég yfirgaf bílinn setti ég á mig mannbroddana sem Guðmunda Elíasdóttir gaf mér fyrr í vetur, þeir eru úr síðari heimstyrjöldinni og hafa alveg bjargað mér. Það er satt Mumma mín, það gæti verið hálft á Heiðinni og ekki nenni ég að slasast.

 Nú tek ég eftir á kompás stafanna að áttin sem ég geng í er til SA en ekki N einsog ég hafði áður sagst ætla að gera. Það var gott að ég setti á mig mannbroddana, því mér fannst gott að ganga í frystum snjónum. Það var undur fallegt veður í þessu nýja tungli, kalt -1 stigs frost, logn og mér var ekki kalt.

Ég fór næstum að Reykjarfjalli, kalla fjallið það, því það rýkur úr því á mörgum stöðum. Töfrandi magnað fjall. Krummarnir krunkandi margir í hópi, afar dularfullir í hátterni. Það var gott að ganga eftir ísbreiðunni sem stirndi á í sólskininu og útsýnið allt var magnþrungið.

Allt í einu birtast mér margir sportmenn á fínum fjórhjólum. Varð hugsað til seinustu ferðar sem ég fór um Hellisheiði, í mun verra veðri fyrir níu árum. Þá birtust mér allt í einu fullt af hundum sem drógu sleða hundaþjálfarans. Það var óvænt og fögur sjón út úr bylnum. Maður getur aldrei verið viss hvaða jólasvein maður hittir á fjöllum.

 Eftir rúmlega klukkutíma göngu fékk ég verk í hægri stóru tá. Minnug þess að Inda systir missti næstum nögl í þrautargöngunni á Reykjarnesi, ákvað ég að ofgera mér ekki og fór ekki lengra. Ég var þá búin að vera rúma tvo tíma á göngu fram og til baka, þegar ég tók eftir að ég hafði glatað öðrum mannbroddinum. Ég gekk til baka og leitaði í skóförunum, sem voru með skýra mynd. Skóförin leiddu mig áfram þangað til ég fann mannbroddinn liggjandi á snæþeli Heiðarinnar.

Það hafði hlýnað töluvert í veðri og nú fann ég roðann koma fram í kinnarnar þetta er toppurinn, hugsaði ég, alger dásemd, búin að taka á því og á heimleið.

Eftir brauð innkaup í Nóatúni og þrjú þúsund króna arðrán fyrir annað smáræði í bakaleiðinni, kom ég heim í æluna.

Formaður húsfélagsins stóð fyrir utan hjá sér og ruggaði barna vagninum, sammála því að eitthvað þyrfti að gera í málinu.  Hún vildi samt halda sínum vinsældum og ekki koma á neinni styggð við strákinn, en bíða með fund í húsfélaginu og ræða þetta þegar pabbi stráksins kæmi heim af sjónum.
Ég kom dótinu fyrir og hoppaði svo yfir æluna og upp til stráksa og lá þar á bjöllunni þangað til hann opnaði. Þetta er bara rauðhærður krakki, hugsaði ég, svona líka glerþunnur.

Ég: - Það eru allir í húsinu uppgefnir á partýhöldum, látum og sóðaskap hérna, sjáðu hérna æluna fyrir utan dyrnar hjá mér. Hann sér æluna og annað sem ég benti honum á, glerbrot, bjórdollur, sígarettu og vindlastubba, m.m.

Stráksi: - Já ég sé.

Ég: - Þetta gengur ekki svona, þú verður nú að taka háþrýstidæluna úr geymslunni, láta hendur standa fram úr ermum og þrífa upp þessa ógeðslegu ælu og allt þetta rusl.

Stráksi:- Já, geri það og horfir undrandi niður á æluna.

Ég fór aftur niður til mín og vonaði að hann drifi í þessu því ég var á leiðinni á Kjarvalsstaði.

Eftir tvo tíma var hann búin að þvo upp æluna, þá var búið að loka á Kjarvalsstöðum og útilokað að ég næði að sjá sýninguna, Klessulistarhreiðrið í Listasafni ASÍ við Freyjugötu 41.

Á morgun er annar dagur, vona að hann verði skemmtilegur í góða veðrinu sem spáð er. Þá hef ég hugsað mér að fara í Menningartúr.

Sunnudagurinn var sannkallaður Menningardagur og ég gerði allt sem ég ætlaði mér á laugardaginn og kíkti á vinkonu að auki.

Heart kveðja
eva


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú ert þvílik kjarnakona Já landslagið er fallegast á Íslandi af öllum stöðum.

Knus á þig

Kristín Gunnarsdóttir, 8.4.2008 kl. 19:37

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jæja bara með æluna við þröskuldinn.  Bara vesen eða þannig!!!  Hehehe ertu að tala um hina einu og sönnu Guðmundu Elías.  söngkonu ?  Ef svo er þá er hún  perla. Pabbi kallaði hana alltaf Hundu Mundu,ekkti hana víst mjög vel.

 Búin að fá mailið frá þér vinkona, nú var ég hissa!!!!!!!!!!!!   hehehhhe sendi þér póst við fyrsta tækifæri.  Það er svo brjálað að gera hérna núna.  

Ía Jóhannsdóttir, 8.4.2008 kl. 20:36

3 Smámynd: Heidi Strand

Eva í stuði.

Heidi Strand, 8.4.2008 kl. 21:50

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Krakkarassgötin geta ekki bara ælt heima hjá sér, heldur hjá mér líka.

Já Ía mín, var Mumma ekki yndisleg að erfa mig af þessum mannbroddum og bjarga lífi mínu í vetur. Það er hin eina sanna Guðmunda Elías. vinkona mín, 88 ára. Hún vildi að ég stæði klár, við ættum eftir að fara í óperuna, bíó og Europris, sem hún hefur ótrúlega gaman að róta í og skoða allt mögulegt, flókaskó og verkfæri. Áður en hún fór út í fyrra þá keypti hún svartar, satín espadrillur með pallíettu krossfiski framaná og gaf mér líka þannig par svo við ættum alveg eins. Mumma er dásamleg og ég er rík. Ég lít reglulega inn til hennar.

Gott að heyra að bréfið skilaði sér, er lífið ekki undarlegt og fyndið . Hlakka til að heyra frá þér, hafðu það gott og njóttu lífsins

Eva Benjamínsdóttir, 8.4.2008 kl. 22:16

Eva Benjamínsdóttir, 8.4.2008 kl. 22:18

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þakka ykkur öllum fyrir að líta inn. Kristín ég er bara kona að verða kraftmeiri.   Ég ætlaði að laga mína eigin athugasemd en gat ekki eytt þeirri fyrri, maður getur ekki bætt sig hér.

Heidi: og ég er að komast í stuð

Eva Benjamínsdóttir, 8.4.2008 kl. 22:30

6 Smámynd: Heidi Strand

Kíktu á norska göngulagið.

http://heidistrand.blog.is/blog/heidistrand/ 

Heidi Strand, 8.4.2008 kl. 22:54

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eva ertu ekki hrædd að fara svona ein, ég meina út fyrir alfaraleið?  Vó, þú ert hugrökk þykir mér og kjarnakona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2008 kl. 23:08

8 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Jenný, ég kann að flauta alveg rosalega hátt og öskra bruni, nei, ég er ekki að sækjast eftir perra stöðum ein, veit hvar þeit eru, takes one to know one, Nei djók, veit af eigin reynslu að þeim finnst gott að flassa í Öskjuhlíðinni og á Laugardalsvellinum. Ég er í góðu formi og það yrðu tóm leiðindi að kássast uppá mig. Svo er albjart um hádegi, HIGH NOON og ég vænti ekki neins en það er viðbúið að eitthvað gott gerist, í hverri ferð. En það segir fátt af einum. Knús á þig

Eva Benjamínsdóttir, 9.4.2008 kl. 00:07

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Flottar myndir, sérstaklega sætur broskarl. Algjör snilld. Ég spyr nú eins og Jenný, ertu ekkert smeyk, þetta er svo mikið úr alfaraleið ......

   Eða áttirðu kannski stefnumót, við þennan, sæta og brosmilda karl, sem myndin er af? 

    Ég þekki líka hana Mummu, hún kenndi mér í gamla daga, og svo höfum við leikið í bíó saman.  Hún á engan sinn líka, alveg mögnuð kona, og mikil manneskja. Bara að vera í návist hennar, gerir mann, að betri manneskju.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.4.2008 kl. 00:27

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk fyrir hólið Lilja mín. Já, ég átti þetta stefnumót á Heiðinni.

Ég er ekkert hrædd eða smeyk, bara forvitin og hugfangin af dýrðinni. Það kemst ekkert ljótt að fyrr en ég mæti því...þá tek ég á því. Mest um vert er að hreyfa sig og það er mér lífsnauðsynlegt. Ég er engin göngugarpur, á engin staðsetningartæki, síminn óáreiðanlegur, tek enga ábyrgð á öðrum og kann ekkert í hjálp í viðlögum, þó eru allir velkomnir í göngutúr með mér.

Ég hef gengið Elliðaárdalinn síðan 1997, maður verður að breyta til. Annars er þar guðdómlegur tími núna, því Þrestirnir eru að þenja brjóst og sperra stél.

Í mínu tilfelli hefur heimilið verið hættulegasti staðurinn og dauðans alvara en ekki lengur, guði sé lof...

Gaman að þú skulir hafa lært hjá Mummu og verið áfram saman í bíó. Ég tek undir með þér, Mumma er töfrum gædd og gott ef hún gerir mann ekki af betri manneskju. Hún á engan sinn líka.

Þú er frábær leikkona Lilja verð bara að muna að segja það. Knús, takk

Eva Benjamínsdóttir, 9.4.2008 kl. 12:05

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eva mín ert þú bara orðin göngugarpur, frábært fyrir þína heilsu.
ætíð grunaði mig að þú hefðir skap ef á þyrfti að halda, strákskömmin, veit hann ekki að það er ekkert gaman að drekka svona mikið,
þú ættir að bjóða honum í göngutúr

Ef þú vilt eyða hjá þér athugasemd þá ferð þú inn á blogg þaðan inn á athugasemdir klikkar á þá athugasemd sem þú villt eyða og klikkar á fela athugasemd. það er nú allur galdurinn.
                             Knús til þín frænka
                                Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 15:20

12 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar elsku Milla frænka mín, ég er hálfgerður álfur í þessu en nú gat ég eytt óþarfanum og líður miklu betur Ég er að reyna að verða göngugarpur, ég held ég fari létt með 2-5 km á jafnsléttu annað er óþarfi. Maður má nú heldur ekki ofgera skónum en þeir hafa séð ýmislegt.

Það var víst partý víðar en hér um seinustu helgi, þetta er alveg óþolandi svona um hverja helgi og pjakkurinn var svo mikið barn. Nei, ég kvarta ekki að óþörfu, en er oft frekar hrædd við heimilislæti og hávaða, hef ástæðu til.kv.þín eva

Eva Benjamínsdóttir, 9.4.2008 kl. 16:29

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ætluðu ekki einhverjar góðar konur með í gönguna? Verður já endilega að fá þær, Jenný eða einhverjar fleiri til að koma með. En hvernig þér gengi að fá Hr. J.K.G. með það þætti mér fróðlegt að vita!En gaman væri ef þér tækist að draga hann frá tölvunni þó ekki væri nema eina morgunstund!

Guðmunda Elíasdóttir er án efa í hópi merkustu söngkvenna Íslandssögunnar, ásamt Maríu markan, Guðrúnu Á. Símonar, Hallbjörgu bjarnadóttur m.a. Á í fórum mínum geislaplötu með söng hennar, sem gefin var út fyrir vel rúmum áratug.

Besstu kveðjur til þín og haltu áfram að efla anda og líkamlegt atgervi!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.4.2008 kl. 22:57

14 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sæll Magnús, ég hélt satt að segja að þú værir búin að lokka Jenný með mér í gönguna s.l. helgi en það kom engin, frekar slappar dömurnar að vilja heldur ráfa um í verslunarmiðstöðum, finnst mér. Þegar maður er að hlífa sér þá er til nóg af afsökunum. Það er svo kalt úti, þú ert svo mikill göngugarpur, ég er til í einn km og ekki einn, og ekki neinn. Þá fer maður bara einn. Gæti kannski verið skemmtilegra

J.K.G. er nú löglega afsakaður kallinn en ef hann mundi þekkjast bón mína um viðringu, þá færi batinn hraðbyr til betri vegar. Eða hvað heldurðu?

Mumma er stórkostlegur listamaður, greind og skemmtileg. Hún missti röddina alltof ung, en hún hefur miðlað til ótalmargra af þekkingu sinni og það hefur gefið henni mikið. Ég geri mér grein fyrir hvað ég er lánsöm að eiga svona góða Bohemian vinkonu, sem hefur lifað löngu litríku lífi og ljómar enn.

Eva Benjamínsdóttir, 10.4.2008 kl. 00:11

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jú Eva, mikil ósköp, lykillinn að því að fá góðan og gifturíkan bata væri einmitt að fara reglulega í göngutúra. Honum reyndar eins og svo mörgum fleiri Íslendingum og þótt víðar væri leitað, veitir nefnilega ekki af meiri hreifingu, við eins og æ fleiri vesturlandabúar allt of feit.

Nýlega var birt könnun um meðalþyngd landsmanna, konur þar að meðaltali um 76 kg. en karlar hygg ég 91! Mikil aukning orðið á sl. árum til hins verra.

En þyngdin sem slík ekki bara vandamálið heldur hreyfingarleysið almennt, sem og að við borðum einfaldlega mun meir en við þurfum.

Sjálfur þyrfti ég miklu meir að hreyfa mig utandyra, en geri það ekki af ýmsum ástæðum, en he´rna heima á ég aftur á móti ýmis tól sem nýtast t.d. þrekhjól og lóð að ógleymdum ansi hreint nytsömum 15 tröppum!Brokk upp og niður þær getur verið hið besta púl!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.4.2008 kl. 23:49

16 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Já, Magnús ég er svo sammála þér með hreyfingarleysið sem er að angra okkur alltof mörg. Og tuttugustuogfyrstualdar sjúkdómar eru komnir til að vera ef við gerum ekkert í þessu.

Eftir að ég komst af stað aftur eftir veikindin, finn ég aukið þrek, og betri líðan. Ég hef aldrei átt við fituvandamál að stríða, ég hlýt að brenna miklu við enga áreynslu. Í heilsueflingunni á Reykjalundi kom í ljós að ég þyngdist ekki nema 100gr. á fimm vikum. Ég nýtti orkuna sem ég fékk úr góða matnum í vöðvana, sem mig bráðvantaði og fór að fá við lyftingar, eitthvað annað en lufsið sem fyrir var hangandi utan á mér.. Maður verður líka að borða hollan mat, en það er svo dýrt og leiðinlegt að elda ef hráefnið er ekki fyrsta flokks. Harða fitan er svakalega slæm, að sjá á skjá, allan mörinn hlaðast upp í æðakerfinu er ógeðslegt.

Asskoti býrð þú vel að eiga græjur til að efla þig í.  Mér lýst vel á þessar 15 tröppur upp og niður en sé ekki alveg fyrir mér brokkið á þeim. Þú ert sem sagt að taka á því einsog þú getur, heyrist mér, en þyrftir að viðra þig. Ferðu ekki út með vorinu, sem er alveg að skella á?

Tölvan tekur mikinn tíma og ég geri margt annað en að blogga á verkfærinu. Versta við þessar setur er bjúgurinn sem getur sest til á fæturna ef maður hvílir ekki....Þess vegna er gott fyrir mig að vera stöðugt á hreyfingu og hvíla svo vel á milli. Gangi þér vel Magnús...á brokkinu og takk fyrir mig og góða nótt

Eva Benjamínsdóttir, 11.4.2008 kl. 01:00

17 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi mín kæra

Brynja skordal, 11.4.2008 kl. 17:33

18 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk sömuleiðis mín kæra

Eva Benjamínsdóttir, 11.4.2008 kl. 22:33

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það veltur nú á hvort einhver finnst til að fara með, stendur og fellur með því eiginlega hvort og hversu ég mun verða brattur í útiverunni!

En tröppurnar blessaðar eru hér innanhúss, liggja eins og öfugt L, mjög gott að púla í þeim.

Bjúgur er slæmur fjári já, fæ hann líka á fæturnar, þ.e. um legg og kálfa. Uppháir teygjusokkar eru þó þokkaleg lausn til að stemma stigu við þessum leiðindum og já að hvílast og þá með eitthvað hærra undir fótunum á meðan.Þú hefur nú varla borðað svo mikið heldur gegnum lífið og ert svo bara greinilega já með mjög gott meltingar- og efnaskiptakerfi í þér kvinnan!

Jamm, tölvumaskínurnar eru miklir tímaþjófar, en jafnframt góð og nytsamleg atvinnutæki fyrir okkur mörg. Þá er hún ekki síður mikilvægt samskiptatæki almennt við umheimin fyrir mig.

Gæti trúað að þú hafir notað tölvuna eitthvað sjálf við listsköpunina.En læt þessar "dýrindislínur" svo flakka til þín hérna í lokin um leið og senda þér góðar kveðjur. Þú tekur þessu vel.

Þótt brúki glens og góðlegt skens,

göfugmennskunni í.

Í Evu Benz á ekki "sjéns",

alveg er "les" á því!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.4.2008 kl. 00:12

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, þarna vantaði óvart n í "lens" haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.4.2008 kl. 00:16

21 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Magnús, þakka þér fyrir þessa skemmtilegu vísu, mér finnst ég varla eiga slíkt skilið en held nú samt að ég skilji húmorinn þinn betur núna. sannkallaðar 'dýrindislínur', takk!

Ég vinn mikið á tölvunni, og ég geri mér grein fyrir samskiptamætti hennar. Og til dæmis að geta lesið sig til um allt og skoðað myndir og Listasöfn út um allan heim er ódýr ferðamáti, fróðlegt og skemmtilegt. Hafðu það sem allra best Magnús og njóttu tölvunnar í botn...

Eva Benjamínsdóttir, 12.4.2008 kl. 23:53

22 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekkert að þakka fröken Eva!

En þetta "Nýja tungl" er orðið það endingarmesta sem sögur fara af!?

Magnús Geir Guðmundsson, 21.4.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband