Fram þjáðir menn í þúsund löndum

BARÁTTUKVEÐJUR TIL ALLRA

Kveðja Heart eva

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sömuleiðis Eva mín.  Hvar heldur þú þig þessa dagana?  Ekkert blogg.  Hm....

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.5.2008 kl. 07:55

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sömuleiðis til þín Eva.  Þetta var góður dagur.  Ég var ánægð með ræðuna hans Árna Stefáns, og átti góðan baráttudag með börnum og barnabörnum.  Dætur mínar sakna þess að ekki skuli vera sungnir fleiri baráttusöngvar eins og "Nallann"í göngunni.-  Vonandi hefur þú átt góðan 1. maí.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.5.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég hef verið á miklu spani undanfarið, redda málum og svoleiðis og orðið mikið ágengt en ferlega er ég þreytt í dag. Ég gleymdi að fara í teygjusokkana í einn dag og líð nú fyrir það. Fékk 'Lady' hjól með piknikk körfu 30 apríl, ég kann ekki að hjóla á svona fínu hjóli, verð að læra það og tengja mig við JÖRÐ. Kannski ég bloggi um það seinna. 

Ég nýt þess að lesa þitt skemmtilega blogg Jenný mín, þú ert svo lipur og skemmtileg, það hjálpar mér sannaðu til. Áfram með þig good woman

Eva Benjamínsdóttir, 2.5.2008 kl. 23:23

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Lilja mín, ég fór í bæinn og hitti góðu systurnar Möggu og Olgu Guðrúnu og Árna Pétur. Við sungum 'Nallann' í göngunni niður Laugaveginn með Lúðrasveit Verkalýðsins. Veðrið var svo gott að það hefði mátt synga miklu meira, ég sakna þess líka.  Árni Stefáns (er frændi Árna Péturs), hann var góður en mér fannst vanta broddinn í baráttuandann.  - Palestínu betlið er farið að fara í mínar fínustu og viðurkenni ég veikleikann, það pirrar mig að eiga ekkert klink í baukinn og þeir taka ekker kort. Það eru næg verkefni til að takast á við hér heima og mér finnst mjög brýnt að allar þjóðir sem hér búa, sýni sóma sinn og samstöðu í umhverfisvernd t.d. svo okkar fagra land, sem við eigum öll, fari ekki á flot í olíu og til helvítis líka. Það hefði alveg mátt tæpa aðeins á því auma ástandi.

1. maí er Baráttudagur allra ekki bara Verkalýðsins lengur. Ég veit ekki hvers vegna fólk lætur sér ekki detta í hug að fara í Kröfugöngu núna. Það þarf stöðugt að minna okkur á: VERJUM KJÖRIN voru kjörorð dagsins í ár. Veitir nokkuð af? Launamisréttið er ógurlegt og fullt af fólki sem líður illa, af því það á ekki fyrir mat.

Ég er öll fyrir mannréttindi, mér var hugsað til samkynhneigðra og hvað þeim hefur áunnist í sinni mannréttindabaráttu, og til hamingju með það allt, frábært en bendi á að mannfjöldinn í Hinsegin göngu er orðinn meira en helmingi stærri en 1. maí gangan var nú í Reykjavík. Kannski þarf að endurskipuleggja 1. maí og syngja meira og skemmta sér í baráttunni. Eða hafa það allir svona gott?kveðja eva

Eva Benjamínsdóttir, 3.5.2008 kl. 00:24

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sömuleiðis, Eva mín, árið um kring! Og farðu nú varlega með þig, skvísa!

Þorsteinn Briem, 3.5.2008 kl. 01:42

6 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Sömuleiðis. Ég fór í gönguna í Hafnarfirði. Hún var ekki sérlega fjölmenn en góðmenn. Kannski þarf bara að pulsa þetta soldið upp og endurskíra gönguna? Til dæmis Prolo-Pride, (prolo=proletarian) eða WC-Pride (WC=working-class) Það var gaman að sjá fólkið sem hefur staðið í baráttunni í áratugi og man tímana tvenna.

Kristbergur O Pétursson, 3.5.2008 kl. 10:54

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk, Steini minn, hafðu það líka mikið gott. Það er ljúf úðarigning hér á austur-Holtinu í dag, ætla að fara vel með mig og reyna ekki að troðast í hjólageymsluna yfir barnavagna, kerrur og ofurhjól til að komast að minni Lady.

Ég var bara heppinn að finna stæðið mitt í öllu drastlinu og óvirðingin, sem mér er sýnd með því að hlaða einhverju alskonar upp á mitt gamla 'antique racing' hjól, þetta er óásættanlegur yfirgangur í fólkinu. Nú, pússa ég upp gamla reiðskjótann og undirbý mikla ræðu fyrir Aðalfundinn, sem ætti að vera löngu liðinn. 

Jamm, Steini minn, mér dugir ekki kúlurassinn í þessi átök, þetta eru miklar lyftingar.  

Eva Benjamínsdóttir, 3.5.2008 kl. 14:40

8 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Kristbergur minn, þú hressir upp á heiti göngunnar fyrir næsta 1. maí og þar sem við erum fyrirmyndin af þeim sem eftir eru í báráttunni, er eins gott að hún veki athygli. Verst að ég skuli vera í öðru bæjarfélagi. Það er alltaf kröftugt þegar þið Hafnfirðingar takið saman. Takk fyrir margar góðar stundir

Eva Benjamínsdóttir, 3.5.2008 kl. 14:47

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kveðja á laugardagskvöldi héðan úr sveitinni.

Ía Jóhannsdóttir, 3.5.2008 kl. 19:17

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Hey Ía, gaman að fá kveðju frá þér úr sveitinni. Vona að rauðir dreglar hafi tekið á móti þér í Prague og að allt sé í lukkunnar velstandi.

Ég fór að leggja múrsteina á milli skúra í dag, mig langar svo að hafa garðinn viðhaldslausan og hreinan. Þetta er alveg að smella. Laxinn er í ofninum og kartöflurnar sjóða í pottinum, salatið er tilbúið, veðrið er dásamlegt hér í rólegheitunum á Holtinu, gæti alveg borðað úti. Hafðu það gott, kveðja 

Eva Benjamínsdóttir, 3.5.2008 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband