Ber er hver að baki nema sér bróður eigi

Átta stiga frost var nóg til að drepa endanlega rafgeyminn í bílnum mínum.Frown

Ég hringdi í Geira góða sem alltaf bjargar mér. Það var þó brjálað að gera í vinnunni og mikið stress fyrir áramótin. Hann segir mér að hringja í fyrramálið sem ég og geri. Hann segist þurfa að athuga þetta og muni hringja til mín. Ég klæði mig í vetrargallann á meðan. Rétt komin í fötin þá er hringt og ungur maður segir að það sé út af rafgeyminum. Já, einmitt. Hvernig er bílinn þinn á litinn, spyr hann og ég segi honum það. Já, ég sé hann, ég er fyrir utan hjá þér. Hvað segirðu GetLost, ertu kominn? ég kem út.

Hvaðan kemur þú, kannaðist ekki við hann af verkstæðinu hjá Geira góða. Ég kem frá Pólar rafgeymum, sagði ungi maðurinn og gekk berhentur strax til verka um leið og ég var búin að opna húddið. Ég stend úti í frostinu og fylgist með af aðdáun því ungi maðurinn var bæði handlaginn og velvirkur.Smile

Á meðan hann vann í þessu, sagði ég honum sögu af vandvirkum afa mínum Jóni Bjarna Guðmundssyni, smiði f.1870-1966, sem byggði meira og minna Bíldudal og skúturnar fyrir Pétur Thorsteinsson. Og hvernig hann gerði við alla skapaða hluti, klukkur og síðar rafmagn, brauðristar og vöfflujárn svo eitthvað sé nefnt. Hann var alltaf að smíða eitthvað eða tálga. Hann bjó til sprellikarla og furðu dýr. Hunda, hesta, kýr, kálfa, kindur og lömb, pallbíla, dúkkuhús, vagna, magasleða og skíðasleða fyrir börnin. Jón afi tálgaði taflmenn og málaði þá rauða og hvíta og raðaði þeim upp á rautt og hvítt taflborð, sem hann smíðaði og málaði. Svona gekk það fram í andlátið. Hann var sannkallaður þúsundþjalasmiður.

Þá segir ungi maðurinn: „Ég er líka ættaður frá Bíldudal“. Nú jæja! Happy Hverra manna ert þú, spurði ég einsog af draumi. Þá segir hann; ég heiti Agnar og afi minn heitir Agnar Árnason og er kaupmaðurinn á horninu, hann rekur Rangá inn í Kleppsholti, Skipasundi 56. Þú segir ekki!HappyVeistu að við afi þinn erum systkinabörn, langamma þín og pabbi minn voru systkini. Hvað segirðu, segir Agnar? Svalt!W00t Himinlifandi faðmaði ég nýjan frænda og þakkaði honum fyrir hjálpina, bað fyrir bestu kveðjur til afa og fólksins alls og óskaði honum gæfu og góðs gengis í allri framtíð.Heart

Síðan keyrði ég niður í Póla í Skipholtinu og borgaði minn 11.000 kr. reikning og þakkaði sérdeilis fína þjónustu og sagði þeim í leiðinni frá bjargvætti mínum Geira góða, í Bílaskoðun og Stilling í Hátúninu. Hann ætti skilið fálkaorðuna fyrir elskulegheitin, hann væri drengur góður og kynni sitt fag. Hann sendi mér bæði engil og nýjan frænda í dag.Wizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það eru allsstaðar til gæði, bara að líta upp og skoða í kringum sig
þá koma þau "Gæðin" á silfurfæti.

                              Kær kveðja frænka mín
                                  þín Milla.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2008 kl. 14:56

2 Smámynd: Heidi Strand

Ætt er eins og falinn fjársjóður.

Heidi Strand, 5.1.2008 kl. 18:17

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

En hvað þú ert yndisleg og jákvæð Milla mín.

Mér hefur fundist í seinni tíð að troðslutæknin vaði uppi sem eina leiðin á öllum sviðum. Þetta er trúlega mín neikvæða sýn. Mér finnst ekkert sjálfsagt að fólk hlaupi til og bjargi manni hvenær sem er. Þess vegna er ég að skrifa um þakklætið sem mér finnst oft skorta á í orðræðunni og sjálfsagt að hafa með. Ég er þakklát fyrir lífið og afa minn sem kom svona allt í einu upp í hugann þegar nýr frændi birtist og bjargar mér með rafgeyminn. Ég er þakklát honum og ekki síst Geira góða sem stýrði athöfninni úr fjarlægð.  Oftast er jú hjálpin næst þegar neyðin er stæst. Ég er þakklát fyrir það . Hef þó tekið eftir miklu þakkllæti á blogginu.

Með bestu óskum og kærri kveðju til þín kæra frænka mín. 

Þín frænka eva.

Eva Benjamínsdóttir, 5.1.2008 kl. 18:52

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Hæ Heidi mín, gaman að sjá þig, ég sá þig ekki hér fyrr í dag, það er svo mikið í gangi hjá afmælisbarninu, gaman. Flott hjá þér Heidi, 'ætt er fjársjóður'. Við erum örugglega skyldar. Finnst þér ekki frábært hvernig ég náði mér í frænku mína hjá þér? mig langar líka að fylgjast með fleiri konum, við erum allar frænkur.  Er að reyna að vekja á mér athygli. Mér finnst sorglegt að komast ekki í afmælið þitt á morgun Heidi mín, takk samt. Til Hamingju með afmælið og gerðu eitthvað af þér kær kveðja eva

Eva Benjamínsdóttir, 5.1.2008 kl. 22:31

5 Smámynd: Jens Guð

  Skemmtileg saga.

Jens Guð, 12.1.2008 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband