NÚ ÁRIÐ ER LIÐIÐ

Margs er að minnast og mikið að þakka.

Það sem stendur uppúr hjá mér 2007 er að ég læknaðist, ferðaðist og byrja að blogga.

Ég tók saman árið í myndum og læt þær tala.

Takk fyrir mig og GLEÐILEGT NÝTT ÁR 2008

des-april 2007mai-juli 2007juli - agust 2007sept-des 2007

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Gleðilegt nýtt ár 2008 og takk fyrir bloggsamskipti á árinu sem er að kveðja.

Jens Guð, 31.12.2007 kl. 01:20

2 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þakka þér sömuleiðis Jens, gaman a' þessu. Ég hef skrifað meira hjá þér en nokkrum öðrum ('including myself') hugsa ég, á árinu sem er að líða.

Takk fyrir mig og ég óska þér bloggvinur, Gleðilegs nýs bloggárs 2008

  kveðja eva

Eva Benjamínsdóttir, 31.12.2007 kl. 03:01

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleðilegt nýtt ár frænka aftur úr öldum og takk fyrir góð bloggkynni á liðnu ári.
Ég las komment frá þér (finn það ekki núna ) þar segir þú mér að faðir þinn hafi rekið fiskbúð á langholtsveginum man nefnilega ekki hvar,
en afi minn og amma áttu heima á Nökkvavog 27. frá c.a. árinu 1952=c.a.1970
Svo kannski hafa þau verslað við hann fisk einhvertímann,
engin veit Því allir eru farnir yfir glæruna.
                               Kær kveðja og við eigum eftir að heyrast

                                             Milla.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.1.2008 kl. 11:53

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Gleðilegt nýtt ár, góða frænka á Húsavík og þakka þér sömuleiðis fyrir góðu bloggkynnin á liðnu ári og kveðjuna.

 Ég hef beðið um að gerast bloggvinur þinn en þú kemur ekki. Mér finnst svo þægilegt að fylgjast með hverjir eru inni, með eitthvað nýtt ef sé kynni að ég hefði áhuga á að taka þátt. Í stað þess er maður að leita,  vinur hvers var hún Milla frænka nú aftur, óþarfa leit. Ég legg ekki  fólk í einelti, saklaus af því.

Hann pabbi minn Benjamín Jónsson f.1909- d.1995, oftast kallaður Benni stundum Bensi, var með litlu, hreinu fiskbúðina sína við hliðina á Hlöðufelli sem var Kjörbúð, beint upp af Álfheimunum, að Langholtsvegi 89. Hann rak búðina í rúm tuttugu ár frá ca. 1952-ca. 1975 minnir mig. Þá fór ég til náms til Ameríku.

Þau hafa eflaust verslað við pabba, hann var rómaður fyrir snyrtimennsku, fékk verðlaun meira að segja og ég tel það víst, því þótt fólk flytti úr hverfinu í annan bæjarenda, hætti það ekki að kaupa fiskinn hjá pabba. Hann var mikill æringi, þótti skemmtilegur maður.

Afi gamli Jón f. 1870, átti heima í Nökkvavogi 4, hjá föðursystur minni Bergþóru. Þar tálgaði hann til dæmis taflmenn fram í andlátið 1966 og tuggði skro.

Ég var rétt búin að skrifa þér í seinustu viku sitthvað um afa, þá skeði skemmtileg tilviljun sem ég ætla að reyna að blogga um. Þess vegna er afi Jón á mynd.

Afi þinn var í Belgjagerðinni og svo tók pabbi þinn við af honum, ekki rétt?

Blessuð sé minning allra sem farnir eru.....þetta er lífið, lifum!     

Hafðu það yndislegt Milla frænka, þú átt fríðan flokk barnabarna, sem ég hef séð hjá þér. Til hamingju með þau öll! Heyrumst eva 

Eva Benjamínsdóttir, 1.1.2008 kl. 15:02

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eva mín ég er búin að biðja þig um að vera bloggvin minn og þú þarft að samþykkja það. Beiðnin kemur ekki til mín fyrr heldur en þú ert búin að samþykkja mig.
Belgjagerðin var fjölskyldu-fyrirtæki, afi var forstjóri, Árni frændi framkvæmdastjóri
Valdi frændi var sölustjóri veit ekki hvað Mansi frændi var.
pabbi átti sinn hlut, en var ætíð með sitt eigið fyrirtæki, samt í sama húsi og Belgjagerðin var. þegar afi dó var þetta allt selt, Gulli í Karnabæ keypti það.
Afi þekkti örugglega þitt fólk, hann var ævilega að tala um allt fyrir vestan
og var hann mjög hreykinn af sínum uppruna.
Þakka þér fyrir að segja svona fallegt um barnabörnin mín, ég þakka fyrir þau á hverju kvöldi, þau eru öll afar vel af guði gerð og erum við afar góðir vinir
öllsömul.
Kær kveðja til þín frænka mín, Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.1.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband