Færsluflokkur: Bloggar

FRIÐSÖM MÓTMÆLI 24. janúar 2009

pict0246.jpg

Það var einstök tilfinning að vera í syngjandi og dansandi mótmælum á Austurvelli.

Verð að bíða með að bjóða upp á mínar myndir frá Austurvelli, ég er búin með kvótann en vona að ég geti fengið auka kvóta fljótlega. - Þetta slapp þó inn á Facebook.

Þjóðkórinn. Stjórnandi: Björn Thorarensen

Njótið söngsins InLove

Myndir og myndskeið: MY PUBLIC GALLERY! Tounge

Í dag 26. janúar, kl. 20:00 verður aftur sungið við Alþingishúsið !

FRIÐSÖM MÓTMÆLI ! 

    FJÖLMENNUM !

pict0010.jpg

                           Heartkveðja eva

 


ER BYLTINGIN GENGIN Í GARÐ?

Kristjan Logason

Skoðið myndskeið frá atburðunum við Austurvöll í gær- algerlega óklippt!

Þau er að finna á forsíðunni hérna til vinstri undir

My Puplic Gallery

Revolution I

 Kristján Logason eftir piparúðann. mynd evaben

  Mynd Harðar Sveinssonar ljósmyndara

Mótmælin byrjuðu á réttum tíma kl.13:00

Fullt af fólki var komið á vettvang þá þegar. Ég tók fljótlega ákvörðun um að taka lítil bíó skot á myndavélina í dag því samstaða fólksins var ásláttur í þetta sinn.- Fólk streymdi að með potta og pönnur, sleifar og pottlok. Sumir stilltu upp trommusettum og tveir miðaldra menn komu með stóra þokulúðra sem hljómuðu lengi eftir að þeir voru settir af stað. Margir voru með hrossabresti, tamborínur, lúðra, gjallarhorn og þvottabretti. Það kom heil hersing úr Háskóla Íslands með rosalegum hávaða inn á völlinn og allt magnaðist. Sérsveit lögreglunnar og alls um 100 löggur voru í vígahug og tilbúnir í hryðjuverkaátök ef með þyrfti. - Alþingishúsið var grýtt, þó mest með snjóboltum þá þrjá tíma sem ég staldraði við.

Ég slóst í för með Lilju Guðrúnu bloggvinkonu minni og leikkonu, sem kom fljúgandi að norðan þar sem hún hefur unnið hvern leiksigurinn á fætur öðrum á Akureyri í vetur.

Hún var með systursyni sínum Kristjáni Logasyni og hans konu.

Kristján er atvinnuljósmyndari, var í vinnunni og brá sé bak við Alþingishúsið til að mynda. - Þar stóð sérsveitin grá fyrir járnum og varði húsið með skjöldum og hjálmum. - Eitthvað hefur gerst að löggunar mati, allt varð vitlaust og löggan sprautaði framan í Kristján piparúða, sem fór beint í augun. Sömu útreið fengu fimm eða fleiri atvinnuljósmyndarar sem stóðu þarna þétt saman og mynduðu.

 Allt í einu kom maður hlaupandi til okkar og sagði að Kristján lægi viðþolslaus af þjáningu eftir piparúðann. - Það var svakalegt að sjá þetta, menn eru umsvifalaust blindaðir af þessum viðbjóði. - Mjólk var hellt í augun en honum sveið allstaðar í andlitið. -

Maður spyr sig hvor atvinnustéttin á meiri rétt á sér ljósmyndarinn eða löggan.

Þarna var ég alveg í eldlínunni en slapp, guð sé lof. - Því miður var rafhlaðan í myndavélinni minni farin að gefa sig þegar hingað var komið. - Næsta skref var að fylgja þeim særða að sjúkrabílunum sem stóðu tilbúinir í Kirkjuhvoli. - Þar var búið að koma fyrir grænum bölum með ísköldu vatni og þar þurftu þeir sem höfðu orðið fyrir úðanum að krjúpa og dýfa hausnum á kaf í balann til að fá einhverja fróun frá brennandi sársaukanum.
Á meðan þetta stóð yfir bættist fullt af fólki við á Austurvelli og áslátturinn magnaðist til muna. Lúðrarnir, hrossabrestirnir, pottarnir, hlemmarnir, trommurnar og allt það sem fólk lét sér detta í hug að lemja í, gluggana á Alþingishúsinu, biðskildu merkið við kirkjuna, götusteina, engu var hlíft.
Löggan handtók fullt af fólki um þrjátíu manns, handjárnuðu og beittu loks kylfum og þarna voru líka börn, 11 ára sá yngsti, heyrði ég.
Það má segja að þetta hafi verið FYRSTI dagurinn í BYLTINGUNNI og í þessum skrifuðu orðum eru fleiri hundruð manns enn að mótmæla fyrir framan Alþingishúsið og nú logar eldur sem alltaf bætist í - því þetta er alvöru bylting.

Við Lilja fengum okkur kaffi á kaffibarnum og sáum svartan reik einsog eiturgas koma yfir Austurvöll-gat það verið?

Ég komst með lögregluhjálp út úr Kirkjuhvoli og fór beint glorsoltinn á Sægreifann, fékk mér humarsúpu og brauð og keyrði til Mummu.
Hún hafði sjónvarpið svo hátt að hún ætlaði aldrei að heyra til mín. Þarna stóð ég bankandi og öskrandi á Mummu á Vesturgötunni þangað til hún opnaði. Þegar hún uppgötvaði loksins bankið varð mikill fögnuður. - Við nutum þess að sjá innsetningu OBAMA í Forsetaembættið í USA. Hann er okkar maður og gaman að njóta tímamótanna saman. Við Mumma og svo margir aðrir byggjum vonir við OBAMA, vonir um réttlæti og HEIMSFRIÐ.

Nýr forseti Obama frú Michelle og dæturnar Malia og Sasha. Hlekkurinn vísar á margar myndir.

 

BURT MEÐ SPILLINGARÖFLIN-BURT MEÐ RUSLIÐ- KJÓSUM STRAX Í VOR!

BARÁTTUKVEÐJUR !  ÉG MÆLI MEÐ FRIÐSÖMUM MÓTMÆLUM!


eva Heart

PS. Munið 1 bolli af grjónum færir björg til bágstaddra.

 


FRÁBÆRT FRAMLAG LÁRU HÖNNU !

NÝ VON!  Mig langar til að benda á áhugavert blogg.

Allt sem Robert Wade prófessor gaf okkur á Borgarafundinum í Háskólabíó í gærkveldi er trúverðugt.

Hvernig í ósköpunum gátu Ráðamenn Íslensku þjóðarinnar hunsað þennan sannleika og slegið riki í augu almennings og haldið leiknum áfram eftir greiningu þessa virta Hagfræðings árið 2007.

Ég bendi öllum á að lesa þessa grein og helst prenta hana út og ramma hana inn.

BURT MEÐ SPILLINGARÖFLIN OG KOSNING STRAX Í VOR !

BARÁTTUKVEÐJUR

eva Heart


DAGATALIÐ 2009

Ég ætla ekki að sprengja neitt, ekki einu sinni halda á stjörnuljósi. Ég ætla að hafa neon glóandi hálsfesti í þögninni, glóandi gamall hippi í hugleiðslu og það skal enginn raska þeirri ró sem yfir mig og mína mun fara á tíu mínútum í þögninni, því ég mun meðtaka strauminn sem ég fæ frá kærleiksríku hugsandi fólki og senda til baka kærleikskveðjur til allra í þögninni.

Svona hljóðuðu seinustu orð mín á gamla árinu til Lilju Guðrúnar og ég trúði því á meðan ég skrifaði, að þetta gæti verið mjög sterkt ef maður bara leggði sitt að mörkum. 

Í seinustu ferð minni í Bónus blasti hálsmenið við mér. Hálsmenið sem lýsir í myrkri, ég keypti tvö til öryggis. Þetta fannst mér vísa á gott.

Eftir dásamlegan hátíðarmatinn hjá systur minni, fór ég út með frænkum mínum á Áramótabrennu. Þar var mikið sungið. Ekki þurfti níu ára frænka mín texta á blaði, hún kunni allt utanbókar og söng af hjartans list þó þetta hafi verið fyrsta upplifun hennar á Áramótabrennu. Mikið var það gaman.

Þegar við komum heim í hús, var systir mín búin að útbúa eftirréttinn og svo var komið að skaupinu.

Ég hef sjaldan hlegið eins mikið og stöðugt, ég man það ekki betra. Til hamingju Silja Hauks leikstjóri, leikarar, leikmyndahönnuðir og allir aðrir sem að verkinu stóðu, fagleg framleiðsla á skemmtiefni. Til hamingju með árangurinn og hjartansþakkir fyrir skemmtunina.

Nú tók ég hálsmenin úr umbúðunum og sá að ég þurfti að festa þau saman á endunum með plast hylki sem fylgdi og átti að smellpassa auðvitað. En svo var ekki. Það var ekki nokkur leið að troða endunum inní plasthylkið, götin voru of lítil eða jafnstór festinni og of hörð til að hægt væri að flenna þau út. Sjálflýsandi vökvinn var farin að leka út í dropatali úr svokallaðri festi sem gat ekki orðið festi en lýsti upp allt það sem fyrir honum varð. Lyktin var viðurstyggileg, ég hélt að þetta væri eitur og brátt yrði ég öll, fyrir ónýtt draslsvindl úr Bónus og gafst upp. Þá tók frænka mín við, sem getur sett saman vélmenni einsog ekkert sé, hún gat ekki troðið festinni saman, það var ógerningur.

Þarna var fljóttekinn tvöhundruð kall hjá kaupmanninum og leitt að þurfa að glíma við eitthvað svona nauða ómerkilegt seinustu klukkustund ársins.

Hugleiðsla í tíu mínútur var farin fyrir bí. Góð hugmynd hjá Lilju Guðrúnu. Eitt er víst að miklu færri flugeldum var skotið á loft nú um áramótin en í fyrra og ég vona að einhverjum hafi tekist að koma sér í hugleiðsluástand í 10 mínútur þó ég hafi klikkað.

Andri Snær Magnason, fór langt með að slökkva ljósin í borginni 28. september 2006. Ég veit ekki hve langur aðdragandinn var að gerningnum en hugmyndin var ekki opinberuð í alvöru fyrr en um mánuði fyrir tímasetningu. Það tókst betur en á horfðist og atburðurinn var kallaður generalprufa. Ég gleymi ekki tilhlökkun minni, að fá að upplifa ljósin slökkna eitt og eitt og svo í þúsundatali, það var stórmagnað. Skyggnið var ekki gott þetta kvöld því miður, þetta verður að endurtaka þangað til við getum sagt að við höfum séð frumsýningu á stjörnunum og FUNDIÐ FRIÐINN Í KJÖFARIÐ!

Hér í Reykjvík er allt of mikil ljósmengun svo mikil að maður dettur úr sambandi við náttúruna ef maður kemst ekki út fyrir borgina.

Ég sé á tölvunnu minni að það er kominn þriðji janúar og ég hef ekki fengið Dagatalið frá bankanum ennþá. Ætli sé búið að leggja þann sið niður?

Ég sendi vinum nær og fjær mínar bestu nýársóskir og þakka fyrir liðna tíð.

Heartkveðja eva

 

 


GLEÐILEG JÓL OG FRIÐUR Á JÖRÐ

 Jólakveðja 2008: eva ben 

x-mas_754534.jpg

Ég óska öllum mínum yndislegu bloggvinum GLEÐILEGRA JÓLA og farsældar á nýju ári.

Þakka ykkur fyrir innlitið og athugasemdirnar á árinu sem er að líða, þær hafa glatt mig og kennt mér ýmislegt gagnlegt.

Þakka öllum þeim sem skrifað hafa skemmtilega og egghvassa pistla, mér til mikillar ánægju.

Oft er ég frekar með í athugasemdum en bloggi. Þannig blæs þetta blogg mér í brjóst, ég er þátttakandi í sumum málum og öðrum ekki. Ég get heldur ekki lesið allt blogg í þessum heimi. Mér þykir vænt um að hafa þennan möguleika til tjáningar og blása þegar mér þóknast.

Það má með sanni segja að skelfingin um óöryggið eftir bankahrunið hafi komið mörgum í opna skjöldu og sú tilfinning stendur enn enda fátt um svör ráðamanna. Verst af öllu var mannorðssvifting heillrar þjóðar, sem nokkrir menn misnotuðu sér til hagsbóta. Árið sem er að líða verður lengi í minnum haft og ekki af ástæðulausu.

Ég finn til með öllum þeim sem eiga um sárt að binda á hvaða sviði sem er. Enn ég verð að segja að ég hef enga samúð með fjárglæframönnum, arðræningjum eða ofbeldismönnum.

Ég vona að mér verði fyrirgefið þó ég segi enn og aftur:

ÁFRAM  ÍSLAND!  BURT MEÐ SPILLINGARÖFLIN!

Höldum friðinn og verum góð hvort við annað!

Jólakveðja ykkar einlæg, eva Heart

 

 Móðir mín í kví kví

 



Chihuahua

Kreppan er loðin og í launsátri!

Haraldur og Finnbogi

 

 

Hvernig leysa menn á sem skemmstum tíma ástandið?    Með fagfólki að sjálfsögðu.

Hvað þarf mörg augu til að rýna í lygarnar og plottið sem ábyrgðarmenn einir virðast hafa vitneskju um?

Hvenær ætlar Ríkisstjórnin að axla ábyrgðina og tala hreint út til þjóðarinnar?

      Hvað veit Davíð, sem við fáum ekki að vita? 

 Þetta er augljóst, siðblint ofbeldi og ekkert annað, að halda  heilli þjóð í heljargreipum mánuðum saman án útskýringa eða afsökunar. Og fáráðleikinn! Að sitja einsog bræddur við  stól í Seðlabankanum einsog Davíð Oddsson leyfir sér að  gera í lýðræðisríki. Hann er þjóðinni til skammar og öllum  siðmenntuðum heimi líka. - Hann verður að yfirgefa sætið,  hann verður að sýna manndóm, yfirgefa Seðlabankann, hann er ekki starfinu vaxinn og úti í heimi  tekur hann enginn alvarlega.  Af hverju fær lýðræðið ekki ráðið?

Eigum við ekkert betra skilið? Viljum við ekki faglærða menn í áhrifastörfin, sem segja okkur sannleikann um ástandið. Þessi óvissa er óbærileg, og óttalegur tími virðist til, til að plotta nýja lýgi ef við stöndum ekki vaktina. Við verðum að koma þessum Seðlabankastjóra frá strax, því nú stöndum við frammi fyrir dauðans alvöru og viljum bretta upp ermarnar og starfa að uppbyggingu, ekki meira niðurrifi, þjófnaði og lýgi. 

litrikt folkPeople Protest

 

 

 

 

 

 

 

 

KOSNINGAR SNEMMA Í VOR!!!

Ég skora á Ríkisstjórnina að vera heiðarlega það sem eftir er til kosninga og ávarpa þjóðina.

Mér er óglatt og grennist mikið þessa dagana, þetta byrjar á að fólk missir matarlistina, svo fara önnur líffæri að bila vegna skortsins, sérstaklega á andlega sviðinu, varaforðinn enginn. Endalaus sjúkleg græðgi hefur ofurselt Íslensku Þjóðina og vonandi dansað sinn síðasta dans. 

Hættum ekki að vera reið, það er full ástæða til. Hér á landi er betri kraftur til sameiningar en sundrungar. - Mótmælum friðsamlega, það eru sterkustu mótmælin, hlustum á skáldin og listamennina! Nú er lag! ÁFRAM ÍSLAND!

Baráttukveðjur til allra sem þjást!

Eva Heart

P.S. ÖLD FÍFLSINS er ljóð síðan 1981 eftir Gunnar Dal. 

 

 

 

 


Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott!!!

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/1/1f/BarackObama2005portrait.jpg

         ÞAÐ VAR SÖGULEG STUND Í SJÓNVAPINU Í FYRRINÓTT.

 BARACK OBAMA! TIL HAMINGJU MEÐ SIGURINN SEM VAR DÍSÆTUR!

Gott að vita til þess að næsti forseti Bandaríkjanna verður vel menntaður kynblendingur, sem Heimurinn hefur trú á. Ég óska honum allra heilla í starfinu og vona að hann sitji sem lengst.

Ég las mjög fræðandi, skemmtilega og áhugaverða nýja pistla hjá Þórunnu Erlu Valdimarsdóttur, rithöfundi og sagnfræðingi í gær. Hún lætur ekki staðreyndir einsog kreppu taka sig af lífi. Og henni vefst ekki tunga um tönn þessum snilldar rithöfundi þegar hún fer í ýtarlega skoðun á mannkynssöguna.

Þórunn Erlu Valdimarsdóttir                                                    

 

 1. bolli af grjónum

 

                                                           

.

                                                                Sarah Brightman

                                                                       Paul Simon

  

  Heart Baráttukveðja til ykkar allra,

                       eva:-)

 

 

 

 


Það segir fátt af einum...

               Sarah Brightman: Love Changes Everything.

 

Það segir fátt af einum, einsog sagt er en mig langar að miðla nokkrum myndum sem ég tók í París og öðru sem heillar mig þessa dagana.

 Að sjálfsögðu kemst maður ekki hjá því að fylgjast með heimsfréttunum, þó ég megi prísa mig sæla að hafa verið fjarverandi kreppu áreitinu örskotsstund meðan hörmungarnar gengu yfir Ísland.

Fólk á mat og kaffihúsum í París, lýstu ástandinu með miklum látbragðsleik og ýmist var þetta aðhlátursefni eða konur supu kveljur og tóku fyrir munninn hættu að borða og störðu undrunaraugum á þann sem fróðastur var um heimsfréttirnar.

Maður þarf ekki að kunna mikið í frönsku til að skilja hvað er á seiði. Fólk var síendurtekið að tönglast á; Économie d´ Islande, Économie d´ Islande, Économie d´ Islande.

Ísland er hrunið og Íslendingar eru einskis virði. Allir Íslendingar sem einn, loddarar. Hvaða þjóð treystir yfirlýstum loddurum, sem lokað er á með hryðjuverkalögum einsog Gordon Brown á Englandi þótti öruggast að gera? Og sverti alla Íslensku þjóðina fyrir alheimi, fyrir sakir örfárra ráðamanna, sem voru ábyrgir fyrir gjaldþrotinu. Þetta mun því miður seint gleymast en kannski var aumingjans maðurinn að gera akkúrat það sem Íslendingar áttu skilið?!!!

Sannarlega hef ég mikla samúð með fólki sem lifði aldrei neitt, heldur vann og vann og sparaði hverja krónu og keypti í góðri trú örugg hlutabréf í varasjóð til efriáranna. Þeim hefði verið hollara að ferðast, kaupa myndlist, fara í leikhús, tónleika og að átta sig á að listin er alvöru auðlegð, sem rýrnar ekki við notkun. En það er ekki of seint að njóta lífsins, bækur eru alltaf til staðar og í þeim gnótt af ráðum til að lifa þrengingarnar af. Vonin er býsna sterk.

Margir hugga sig við að horfa út fyrir naflastrenginn, horfa til heimsins alls, þar sem millónir manna og barna, deyja úr hungri og sjúkdómum daglega.

Það eru eflaust margar leiðir til. Fagaðilar á Íslandi eru hvarvetna boðnir og búnir til að styrkja og ráðleggja ráðalausum einstaklingum, lofa fullum trúnaði, einsog fréttir herma.

Það er óhætt að segja að umræðan sé mikið áreiti og ég botna ekkert í því að stjórnin segi ekki af sér svo maður tali nú ekki um stjórn Seðlabankans. Það hafa margir bent á að fagaðilar séu af skornum skammti í Seðlabankanum. Það á auðvitað að ráða fagaðila og hætta ekki traustinu í pólitískar hendur. Ætli menn þurfi að ljúga aðeins meira???!!!, ég veit það ekki.

Einu jákvæðu hef ég ýtrekað tekið eftir síðan ég kom heim: Menn eru umburðarlyndari í umferðinni og gefa sér tíma til að segja til vegar. Það er alveg glænýtt, jákvætt og kostar ekki peninga. 

Ég óska bloggvinum mínum öllum góðs gengis, þrátt fyrir allt eru Íslendingar sterk og falleg þjóð. Stöndum saman og byggjum á traustari grunni ...næst!

Heartkveðja, eva

flowers_and_butterfly_copy.jpg28_sept_2008_29.jpg


 


Kveðja frá París

 Hér hefur verið rigning í marga daga,  þó stytti upp í gær og þá fór ég á safna rölt.

Dagarnir líða alltof hratt og fyrr en varir verð ég aftur komin heim.

Góð helgi framundan,

Heart kveðja eva

Eva í Parískraftur.jpg


Áfram Ljósmæður !!!

PÓLITÍKUSAR! HUNSKIST ÞIÐ TIL AÐ SEMJA VIÐ LJÓSMÆÐUR STRAX!

Þakka þér fyrir Lára Hanna, (larahanna.blog.is) að skapa og miðla sannleikanum.

Rosalega eru þessir pólitíkusar pínlegir annars Pinch

ÁFRAM  LJÓSMÆÐUR!!!

Heart BARÁTTUKVEÐJUR!

eva

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband