Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

Hallo Eva - Long time no see

Thorgeir herna - hvad er ad fretta af ykkur systrunum - Ert thu a Islandi or Hermina a Spani?

Thor Daniel Hjaltason (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 19. des. 2013

Líflegt hjá þér Eva mín

Sæta, gaman að fylgjast með. Fín mynd af þér á menningarsíðu mbl. í dag! :) Sissú

Sigþrúður Pálsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 24. mars 2009

Eva Benjamínsdóttir

Glæsilegar

Sæl Inga, gaman að þér líkaði myndin. Þið eruð glæsilegar systur í Faldbúningum. Þú mátt alveg nota hana á jólakort!!!Kær kveðja, eva

Eva Benjamínsdóttir, sun. 23. nóv. 2008

Faldbúningur

kærar þakkir fyrir myndina, hún er rosa flott af okkur systrum. Kveðja Ingiríður

Ingiríður Óðinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 23. nóv. 2008

Eva Benjamínsdóttir

Mín var ánægjan

Steina mín, ég þakka góðu kveðjuna. Ég er svo guðs lifandi fegin að vita af fræunum í höfn í kærleikskotinu þínu. Seinna ef allt gengur að óskum, sendir þú mér mynd af blómunum. Ég er ekki viss um að það gangi eins vel hjá Mags, að fá afhentan fræpakkan í Boston og ekki fór ég að pukra með innihaldið; handtínd lúpínufræ, gjöf frá Íslandi. Bíð bara spennt eftir svari. Ljós til þín og gangi þér vel í allri ræktun. kær kveðja, eva

Eva Benjamínsdóttir, sun. 7. sept. 2008

Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk

kæra eva. takk fyrir fræin sem komu fallega innpökkuð frá íslandi. ég hef hreinlega ekki haft tíma til að þakka þér almennilega fyrir. vonanfi hefur þú það gott í fallega haustinu sem ég man svo vel eftir frá íslandi. kærleikur til þín frá lejrekotinu. steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, lau. 6. sept. 2008

Eva Benjamínsdóttir

Gaman að sjá þig!

Sæl Ester mín, gott að þú fannst mig...loksins! Hvernig líður þér annars? Mannstu þegar við hittumst í gamla Bláa Lóninu? Þá höfðum við ekki sést lengi og nú er komið nýtt lón fyrir löngu. Eigum við ekki að hafa samband og reunion-spjall sæta? Ég gleymi þér aldrei, er í skránni. Knús og stórt bros, eva

Eva Benjamínsdóttir, sun. 29. júní 2008

Eva Benjamínsdóttir

Elsku vinurinn minn

Bergur minn. Hjartans þakkir fyrir hólið og hvatninguna. Það er eitthvað að böglast í hausnum á mér en orkan fer í endurskipulagningu á litla blettinum mínum. Skil ekkert í mér, búin að gera þetta tvisvar, nú hlýtur það að koma. Kannski að mig vanti hákarlasúpu? Gangi þér rosalega vel með þína frábæru myndlist, ljóðin, lögin, sögurnar og konurnar. Þín vinkona eva

Eva Benjamínsdóttir, fös. 30. maí 2008

Bergur Thorberg

Eva mín

Eva mín. Þú sem hefur svo margt að segja. Hvenær kemur bloggið þitt og jólin? Og kannski myndirnar góðu? Þinn vinur Thorberg

Bergur Thorberg, fös. 30. maí 2008

Eva Benjamínsdóttir

Linda mín

Ég er mikið búin að vera í Hveragerði og nágrenni undanfarið en ekki gafst tími til að kíkja við. Allra mestu törn sem ég hef tekið þátt í síðan í Háskóla, lauk á mánudagskvöld. En það kemur önnur hrina í kjölfarið einsog hjá jarðskjálftunum. Við megum til með að fara að hittast en ekki verður það um næstu helgi. Strönd, sund og kaffi væri æði. Skoðum það fljótlega frænka. :-)eva

Eva Benjamínsdóttir, þri. 20. maí 2008

Eva Benjamínsdóttir

Guzzi min

Skrifaðu mér á evabenz@hotmail.com Getur verið að ég hafi klikkað á því? sett .is í staðinn fyrir .com Það er möguleiki, annars veit guð það. Bestu kveðjur eva

Eva Benjamínsdóttir, þri. 20. maí 2008

Linda Samsonar Gísladóttir

Bara að óska þér góðrar helga elsku Eva mín:)

Verð að hitta þig einhvern tíma í sumar. Hvað segirðu um það? Kannske þú komir í bíltúr hingað austur og við getum átt góða stund saman, eftv farið niður á strönd, í sund eða bara fengið okkur kaffi:) xox Linda

Linda Samsonar Gísladóttir, lau. 17. maí 2008

Hvar ertu Eva mín?

Allir í hopnum skapandi skrif eru miður sín vegna þess að enginn nær að senda þér tölvupóst á netfangið sem gafst upp!mitt er guz@mmedia.is hafðu samband. Kveðja Gussi

Gussi (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 13. maí 2008

Eva Benjamínsdóttir

Fjölskyldualbúmið

Linda mín, ég gaf mér tíma og skoðaði albúmið hjá þér. Gaman að sjá pabba svo allt í einu, hann er einsog í hlutverki, þannig var hann oftast þessi elska. Og þið systinin svo flott klædd og sæt. Knús til þín frænka og gangi þér vel:-)

Eva Benjamínsdóttir, mán. 12. maí 2008

Linda Samsonar Gísladóttir

Fjölskyldualbúmið...

Eva mína, ég átti við persónulega albúmið mitt, þar læðast inn fjölskyldumyndir af og til:)

Linda Samsonar Gísladóttir, fös. 2. maí 2008

Linda Samsonar Gísladóttir

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar Eva mín. Gaman að fylgjast með þér á blogginu, verandi svo jákvæð og létt.....mér þykir vænt um þig xox

Linda Samsonar Gísladóttir, fös. 2. maí 2008

Eva Benjamínsdóttir

Jón Kr.

Þakka þér fyrir Heimir, heyri frá þér. kv eva

Eva Benjamínsdóttir, mán. 28. apr. 2008

Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón Kr.

Þeir verða 3. maí að ég held í Háskólabíói. Ég læt þig vita þegar ég veit meira.

Heimir Lárusson Fjeldsted, mán. 28. apr. 2008

Eva Benjamínsdóttir

Kem alveg af fjöllum

Sæll Heimir, nú fer ég alveg í rusl, hef bara hlakkað til að fara í Operuna annað kvöld. Að sjálfsögðu væri ég til í að styrkja sveitunga minn, væri ég aflögufær. Hvar eru þessir tónleikar og hvenær?

Eva Benjamínsdóttir, mán. 28. apr. 2008

Heimir Lárusson Fjeldsted

Melódíur minninganna.

Ætlar þú að styrkja sveitunga þinn Jón Kr. Ólafsson og mæta á tónleikana? Heimir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, mán. 28. apr. 2008

Eva Benjamínsdóttir

Sæl Guðrún

Já, mikil ósköp ég mun alltaf kalla mig Bíldæling. Ég er fædd á Bíldudal og öll mín systkini voru það. Móðir mín Klara Gísladóttir 1907-1983 var frá Bræðraminni og faðir minn Benjamín Jónsson 1909-1995 frá Gilsbakka. Ég hef ekki farið Vestur í Arnarfjörð síðan 1990. Það er ógleymanleg mynd af fæðingarbæ mínum og minnistæður er mér m.a. ljósi sandurinn í Hvestu. Ekki get ég skilið þá heimsku, að einhver skuli láta sér detta í hug Olíuhreinsistöð í Arnarfirði. Ég vonast til að komast vestur í sumar. Hvar býrð þú núna Guðrún? Hjartans þakkir fyrir að kvitta, mér finnst vænt um það. Bestu kveðjur til þín og þinna. Eva

Eva Benjamínsdóttir, þri. 22. apr. 2008

Grænar baunir

Datt inná síðuna þína í gegnum Millu sá að þú ert Bíldælingur,..tengdaforeldrar mínir voru búsett í Hvestu í Arnafirði,þú þekkir mig ekkert,en ég mátti til með að kvitta...

GUÐRÚN GEIRSDÓTTIR (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 21. apr. 2008

Eva Benjamínsdóttir

Hæ Linda

Ég hef ekki orðið vör við þitt fjölskyldualbúm, finn það ekki,en hef skoðað allt hitt. Ýmislegt að sjá. Gangi þér vel að komast inn í vorið. Knús eva

Eva Benjamínsdóttir, mið. 9. apr. 2008

Linda Samsonar Gísladóttir

Hæ Eva

Þú gætir haft gaman að því að kíkja á fjölskyldualbúmið mitt:) xox Linda

Linda Samsonar Gísladóttir, þri. 8. apr. 2008

Takk fyrir að renna við hér...

LINDA MÍn Saknaði þín í veislunni hjá mömmu þinni, það hlaut eitthvað að vera. Vona að þú sért orðin fílefld núna. Er að brenna út á land um helgina í kvikmynddatúr, hef samband síðar. Knús á þig á meðan og gangi þér vel í baráttumálunum, þín föðusystir eva

Eva Benjamínsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 28. feb. 2008

Linda Samsonar Gísladóttir

Elsku frænka.

Gaman að sjá þig, rakst á þig og er svo ánægð:) Frétti af þér hjá mömmu þegar ég var í flensunni og gat ekki komið Sjáumst:)

Linda Samsonar Gísladóttir, sun. 17. feb. 2008

Eva Benjamínsdóttir

Sætust!

Elsku hjartans gullengillinn minn, takk fyrir komuna. Maturinn var stórkostlegur og gaman að vera með ykkur. Gangi ykkur allt í haginn. Ég elska þig Sara mín, eva frænka

Eva Benjamínsdóttir, fim. 24. jan. 2008

Bloggedíblogg

Gaman að síðunni þinni, til hamingju. Þú ert góður penni mín mín kæra. Sara frænka

Sara (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 23. jan. 2008

Eva Benjamínsdóttir

Þú ert litrík, elsku vinkona!

Elsku Sissú knús á þig fyrir að dáðst að gammalli andlausi vinkonu. Ég verð nú að herða mig. Flott hjá þér að sýna í Ameríku nýlega, þú ert óborganleg ljósið mitt. Stay strong and happy, með ást og kraft til þín collegi, eva

Eva Benjamínsdóttir, lau. 19. jan. 2008

Litrík bloggsíða, frábært Eva!!!

Bella góða Eva, Mikið er gaman að skoða bloggsíðu þína, myndir, tónlist og fögur orð.."Keep it up" xxx Sissú

Sigþrúður Pálsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 18. jan. 2008

Eva Benjamínsdóttir

Takk fyrir það

Elsku Soffía mín, takk sömuleiðis, þvílík upplyfting. Við skulum ekki hafa áhyggjur af því, sjáum til hvernig veðrið verður ég kem ef ég get. Hafðu það yndislegt þangað til næst, við tölum saman. Knús og meira knús, eva

Eva Benjamínsdóttir, mán. 14. jan. 2008

Fallegar myndir

Sæl Eva mín og takk fyrir síðast, þetta var skemmtilegur laugardagur! Leikritið var gott, hefði samt mátt vera aðeins meiri kraftur í því. Bestu kveðjur Soffía P.S. Ég veit ekki alveg með ferðina í Keflavík laugardaginn, það gæti orðið þröngt í bílum þar sem tengdamamma og karlinn hennar verða í samfloti með okkur. Ég held að ég hafi verið að lofa upp í ermina..., en við tölum saman!

Soffía Þorsteinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 14. jan. 2008

Eva Benjamínsdóttir

betur má ef duga skal

Takk MIMI mín, vænt um það. Um daginn flaug Marbella sagan út í loftið óyfirlesin en til allrar hamingju kann ég núna að eyða. Loksins er haust hausmyndin komin á sinn stað og hér er komin vetur. Bráðum kemur vetrarmynd þá hlýtur að ganga betur. Bið að heilsa fuglunum. Knús eva

Eva Benjamínsdóttir, mán. 3. des. 2007

MIMI syss

Til hamingju. Haltu afram. Tad lettir lund ad lesa tig. Tu ert gamansom og serd oftast hlutina i hlagilegu samhengi. Knus.

Hermina Benjaminsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 3. des. 2007

Eva Benjamínsdóttir

Takk Viðar tók kaffiprófið

Samkvæmt kaffiprófinu er ég Bankakaffi! ..sívinsælt og bráðnauðsynlegt. Hvernig kaffi ert þú eiginlega? Kann því miður ekki að miðla prófinu. eva

Eva Benjamínsdóttir, sun. 25. nóv. 2007

Viðar Eggertsson

Ogkomaso!

Velkomin í hópinn! Hlakka til að lesa þig... ofaní kjölin :)

Viðar Eggertsson, sun. 25. nóv. 2007

Eva Benjamínsdóttir

Útlitið

Það mætti halda að ég væri löngu farin af stað, en gagnrýnisáráttan tefur mig og verður aðeins að átta sig betur á útlitinu. Ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti að klikka á myndina af mér til að sjá þessa texta, sem ég var að skrifa. Aldrei kom neitt og ég skrifaði og skrifaði til sex í morgun fullviss um að þetta færi allt beint í ritskoðun. Ég skrifa ekkert fyrr en ég er búin að ná hugrekkinu upp aftur og læra betur á þennan heim. Ég þarf hjálp með myndirnar, kann þetta ekki alveg.Takk fyrir biðlundina. Kærar kveðjur og gangi ykkur vel! Eva

Eva Benjamínsdóttir, fim. 22. nóv. 2007

Heidi Strand

Velkomin

Sæl Eva Ég bið spennt eftir fyrsta færslunni. Kv. Heidi

Heidi Strand, mið. 21. nóv. 2007

Eva Benjamínsdóttir

Velkomin

Takk hjartanlega. Ég veit ekki hvenær en ég er að vinna í þessu. Gæti byrjað á skáldsögu svo skrifað sakamálasögu og ljóð !!! SPENNANDI!!! Kveðja Eva

Eva Benjamínsdóttir, mán. 19. nóv. 2007

Ár & síð

Velkomin í hópinn

Hæ og velkomin. Við fylgjumst með. Matti

Ár & síð, sun. 18. nóv. 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband