21.1.2009 | 16:58
ER BYLTINGIN GENGIN Í GARÐ?
Skoðið myndskeið frá atburðunum við Austurvöll í gær- algerlega óklippt!
Þau er að finna á forsíðunni hérna til vinstri undir
My Puplic Gallery
Revolution I
Kristján Logason eftir piparúðann. mynd evaben
Mynd Harðar Sveinssonar ljósmyndara
Mótmælin byrjuðu á réttum tíma kl.13:00
Fullt af fólki var komið á vettvang þá þegar. Ég tók fljótlega ákvörðun um að taka lítil bíó skot á myndavélina í dag því samstaða fólksins var ásláttur í þetta sinn.- Fólk streymdi að með potta og pönnur, sleifar og pottlok. Sumir stilltu upp trommusettum og tveir miðaldra menn komu með stóra þokulúðra sem hljómuðu lengi eftir að þeir voru settir af stað. Margir voru með hrossabresti, tamborínur, lúðra, gjallarhorn og þvottabretti. Það kom heil hersing úr Háskóla Íslands með rosalegum hávaða inn á völlinn og allt magnaðist. Sérsveit lögreglunnar og alls um 100 löggur voru í vígahug og tilbúnir í hryðjuverkaátök ef með þyrfti. - Alþingishúsið var grýtt, þó mest með snjóboltum þá þrjá tíma sem ég staldraði við.
Ég slóst í för með Lilju Guðrúnu bloggvinkonu minni og leikkonu, sem kom fljúgandi að norðan þar sem hún hefur unnið hvern leiksigurinn á fætur öðrum á Akureyri í vetur.
Hún var með systursyni sínum Kristjáni Logasyni og hans konu.
Kristján er atvinnuljósmyndari, var í vinnunni og brá sé bak við Alþingishúsið til að mynda. - Þar stóð sérsveitin grá fyrir járnum og varði húsið með skjöldum og hjálmum. - Eitthvað hefur gerst að löggunar mati, allt varð vitlaust og löggan sprautaði framan í Kristján piparúða, sem fór beint í augun. Sömu útreið fengu fimm eða fleiri atvinnuljósmyndarar sem stóðu þarna þétt saman og mynduðu.
Allt í einu kom maður hlaupandi til okkar og sagði að Kristján lægi viðþolslaus af þjáningu eftir piparúðann. - Það var svakalegt að sjá þetta, menn eru umsvifalaust blindaðir af þessum viðbjóði. - Mjólk var hellt í augun en honum sveið allstaðar í andlitið. -
Maður spyr sig hvor atvinnustéttin á meiri rétt á sér ljósmyndarinn eða löggan.
Þarna var ég alveg í eldlínunni en slapp, guð sé lof. - Því miður var rafhlaðan í myndavélinni minni farin að gefa sig þegar hingað var komið. - Næsta skref var að fylgja þeim særða að sjúkrabílunum sem stóðu tilbúinir í Kirkjuhvoli. - Þar var búið að koma fyrir grænum bölum með ísköldu vatni og þar þurftu þeir sem höfðu orðið fyrir úðanum að krjúpa og dýfa hausnum á kaf í balann til að fá einhverja fróun frá brennandi sársaukanum.
Á meðan þetta stóð yfir bættist fullt af fólki við á Austurvelli og áslátturinn magnaðist til muna. Lúðrarnir, hrossabrestirnir, pottarnir, hlemmarnir, trommurnar og allt það sem fólk lét sér detta í hug að lemja í, gluggana á Alþingishúsinu, biðskildu merkið við kirkjuna, götusteina, engu var hlíft.
Löggan handtók fullt af fólki um þrjátíu manns, handjárnuðu og beittu loks kylfum og þarna voru líka börn, 11 ára sá yngsti, heyrði ég.
Það má segja að þetta hafi verið FYRSTI dagurinn í BYLTINGUNNI og í þessum skrifuðu orðum eru fleiri hundruð manns enn að mótmæla fyrir framan Alþingishúsið og nú logar eldur sem alltaf bætist í - því þetta er alvöru bylting.
Við Lilja fengum okkur kaffi á kaffibarnum og sáum svartan reik einsog eiturgas koma yfir Austurvöll-gat það verið?
Ég komst með lögregluhjálp út úr Kirkjuhvoli og fór beint glorsoltinn á Sægreifann, fékk mér humarsúpu og brauð og keyrði til Mummu.
Hún hafði sjónvarpið svo hátt að hún ætlaði aldrei að heyra til mín. Þarna stóð ég bankandi og öskrandi á Mummu á Vesturgötunni þangað til hún opnaði. Þegar hún uppgötvaði loksins bankið varð mikill fögnuður. - Við nutum þess að sjá innsetningu OBAMA í Forsetaembættið í USA. Hann er okkar maður og gaman að njóta tímamótanna saman. Við Mumma og svo margir aðrir byggjum vonir við OBAMA, vonir um réttlæti og HEIMSFRIÐ.
Nýr forseti Obama frú Michelle og dæturnar Malia og Sasha. Hlekkurinn vísar á margar myndir.
BURT MEÐ SPILLINGARÖFLIN-BURT MEÐ RUSLIÐ- KJÓSUM STRAX Í VOR!
BARÁTTUKVEÐJUR ! ÉG MÆLI MEÐ FRIÐSÖMUM MÓTMÆLUM!
eva
PS. Munið 1 bolli af grjónum færir björg til bágstaddra.
Athugasemdir
Ég er orðlaus yfir þessu öllu.
Ía Jóhannsdóttir, 22.1.2009 kl. 12:06
Takk fyrir þetta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 14:57
við höfum líka verið í sjokki yfir því sem hefur verið að gerast heim, sáum mynd af þessu með kristján logason (sem er gamall vinur gunna míns)
hugurinn er heima, en vitandi um það að við förum inn í nýja tíma akkúrat núna. Obama er merki um það, ástandið í Gaza og fl. hlutir.
KærleiksLjós frá konu í Lejrekotinu
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 07:30
Blessuð Eva Eldlínukona!
Þetta eru að minnsta kosti umbrotatímar sem við lifum núna, en bylting er dálítið stórt orð og það sem eftir fylgdi frá þessari dramatisku frásögn þinni, var nú margt miður gott og endurtekur sig vonandi ekki!
En heimurinn er lítill mín kæra, Kristján Logason er mér nú heldur betur gamalkunnugur, hann var einmitt bráðungur ljósmyndari hér nyrðra á Degi sáluga er ég hóf störf fyrir blaðið fyrir hátt í tuttugu árum!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.1.2009 kl. 18:02
Steina mín við þurfum að hittast, hringdu til mín 691 2846 þegar þú hefur tíma. Ég bíð í kaffi og ég skal sækja þig. Umfram allt sjáumst á Íslandi í næstu viku. Gangi þér vel, góða ferð og kærleiksljós, eva
Eva Benjamínsdóttir, 24.1.2009 kl. 22:01
Magnús minn, þetta var nú bréf til systur minnar, ég eitthvað að monta mig að vera í eldlínunni en það er alveg satt.
Mér finnst öll ólæti og bögg á lögguna hinn mesti óþarfi og ekki styð ég slíkt en svo lendir maður óvart í að fylgjast náið með og er bara heppinn að sleppa við meizið. Þarna var beitt óþarfa harðræði á fólk sem ekkert hafði til þess unnið.
Ég var nú bara að kynnast Kristjáni þennan dag og það sem mér fannst svo skemmtilegt, áður en lætin byrjuðu, að hann og konan voru nýkomin heim úr tveggja ára ferðalagi um Ameríku, einsog ég upplifði fyrir 25 árum. Við eigum eitthvað sameiginlegt, það er gaman að skoða vefsíðuna hans www.aurora.is
Sniðugt hvað heimurinn er lítill. Var einmitt að lesa hjá honum hvað það var þroskandi fyrir hann að vinna á fréttablaði.
Ps. var á Austurvelli í dag í mikilli söng og dans stemmningu, engin sérsveit sjánleg og allir til friðs.
Eva Benjamínsdóttir, 24.1.2009 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.