GLEÐILEG JÓL OG FRIÐUR Á JÖRÐ

 Jólakveðja 2008: eva ben 

x-mas_754534.jpg

Ég óska öllum mínum yndislegu bloggvinum GLEÐILEGRA JÓLA og farsældar á nýju ári.

Þakka ykkur fyrir innlitið og athugasemdirnar á árinu sem er að líða, þær hafa glatt mig og kennt mér ýmislegt gagnlegt.

Þakka öllum þeim sem skrifað hafa skemmtilega og egghvassa pistla, mér til mikillar ánægju.

Oft er ég frekar með í athugasemdum en bloggi. Þannig blæs þetta blogg mér í brjóst, ég er þátttakandi í sumum málum og öðrum ekki. Ég get heldur ekki lesið allt blogg í þessum heimi. Mér þykir vænt um að hafa þennan möguleika til tjáningar og blása þegar mér þóknast.

Það má með sanni segja að skelfingin um óöryggið eftir bankahrunið hafi komið mörgum í opna skjöldu og sú tilfinning stendur enn enda fátt um svör ráðamanna. Verst af öllu var mannorðssvifting heillrar þjóðar, sem nokkrir menn misnotuðu sér til hagsbóta. Árið sem er að líða verður lengi í minnum haft og ekki af ástæðulausu.

Ég finn til með öllum þeim sem eiga um sárt að binda á hvaða sviði sem er. Enn ég verð að segja að ég hef enga samúð með fjárglæframönnum, arðræningjum eða ofbeldismönnum.

Ég vona að mér verði fyrirgefið þó ég segi enn og aftur:

ÁFRAM  ÍSLAND!  BURT MEÐ SPILLINGARÖFLIN!

Höldum friðinn og verum góð hvort við annað!

Jólakveðja ykkar einlæg, eva Heart

 

 Móðir mín í kví kví

 



Chihuahua

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Takk sömuleiðis Eva.

Heidi Strand, 21.12.2008 kl. 23:07

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleðileg jól elsku Eva og takk fyrir bloggsamskiptin á árinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.12.2008 kl. 23:28

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Njóttu vel í faðmi fjölskyldu og vina.  Takk fyrir góð kynni á árinu kæra Eva.

Ía Jóhannsdóttir, 22.12.2008 kl. 09:41

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sælar dömur mínar, takk fyrir fallegar jólakveðjur, ég er kannski smá jólabarn inn við beinið. Þó ég fái ekki nýjan kjól eða skó. Ég lifi það vonandi af. Væri alveg til í að slást við jólaköttinn.

Fyrst í stað var ég staðráðin í að hafa allt á síðunni íslenskt, í videói og myndvali. Skoðaði og hlustaði á allt mögulegt á youtube í gær. Ég sat við þar til ég var orðin dofin. Óhemjan var nefnilega að leita að uppörvandi byltingarjólum.

Með öllum stoppum meðtöldum, þið vitið ef skráin er stór, óuppfærð eða gömul, þá fær maður ekki að njóta í einu rennsli. Einhversstaðar þarna þá hlýt ég að hafa slegið vista birta, í stað vista. Óunna skráin var því búin að vera fjóra tíma í loftinu án þess að ég hefði grænan grun. Ég á því örugglega eftir að dudda mér í viðgerðum um jólin.

Hafið það dásamlegt um jólin.

Ég verð með litríkri fljölskyldu, og flinkum tónlistarmönnum, skáldum og rithöfundum. Það er víst boð hjá mér í kvöld og ég er ekki byrjuð á neinu.  

 kveðja eva

Eva Benjamínsdóttir, 22.12.2008 kl. 13:44

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðileg jól, Eva mín!

Þorsteinn Briem, 24.12.2008 kl. 14:17

6 Smámynd: Sigga Hjólína

Gleðileg jól og hafðu það sem allra best

Sigga Hjólína, 24.12.2008 kl. 16:49

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra eva, ég er þakklát fyrir vinskapinn sem hefur skapast á milli okkar á liðnu ári !

það er alltaf Ljós 

JólaLjós í hjartað þitt !

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.12.2008 kl. 22:29

8 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Steini minn: You made my Christmas! takk sömuleiðis, hafðu það sem allra best.

Eva Benjamínsdóttir, 27.12.2008 kl. 23:13

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sigga hjólína: takk fyrir mig og skelfing sem það gleður mig að sjá þig. Mínar bestu óskir til þín.

Eva Benjamínsdóttir, 27.12.2008 kl. 23:20

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Dóra mín: yndislegt að eiga nóg að borða, það má bara ekki misnota það. Jólasveinarnir, þessir Amerísku eru alltof feitir, ég hendi öllum svoleiðis köllum. Hafðu það áfram gott, mínar bestu óskir til þín og þinna.

Eva Benjamínsdóttir, 27.12.2008 kl. 23:26

11 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Steina mín: ég hef verið að setja inn myndir, ég er lengi og ruglast mikið og oft.

Ljúft þykir mér að fá hjartnæma kveðju frá þér. Sendi til baka kærleiksljós í hjarta þitt með bestu óskum. Mér finnst líka sannarlega vænt um vinskapinn. Takk fyrir að vera til. kveðja eva

Eva Benjamínsdóttir, 27.12.2008 kl. 23:36

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hafa þeir nú ekki verið misholdugir þessir jólasveinar, afsprengi heilags Nikulásar svona rétt eins og íslensku bræður þeirra og við þessir karlpungar erum nú yfir höfuð!?

Hef ekki pælt í þessu með jólasveinana, en þú færð mig til þess "Hundakona"!

Bestu kveðjur og vonandi ertu sátt núna við myndabröltið!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.12.2008 kl. 22:41

13 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Magnús minn: þetta var nú ekki svona djúpt hjá mér, það sem ég sagði ekki var, að ég endurvinn allan jólapappír sem ég kemst yfir, sérstaklega ef prentið er feitur rauður jólasveinn og fæ kikk út úr því að umbreyta þeim í eitthvað allt annað og stundum hreinlega eitthvað abstrakt. - Það mættu nokkrir alvöru feitir forhertir kallar fara í gáminn líka en ég efast um að þeir gætu örðið fuglafóður þó þeir biðu sig fram.

Þú sleppur Magnús minn og hundamunda fékk ekki hund þrátt fyrir að vera fyrsti hundasnyrtir í landinu...ábyrgðin er mikil og dýrin koma á undan manninum að mínum dómi.  En beinamjölið í mér væri ágætt, stutt í merginn.

Myndabrölið í hundaseríunni er og verður alltaf skemmtilega dogmakennt tilfelli, einn hvuttinn strax fluttur að heiman. svo á ég enga almennilega vél. Bara fjör í sveitinni.

Gleðilegt nýtt ár minn kæri Magnús og þakka þér skemmtilegar athugasemdir á árinu sem er að líða.

Kær kveðja , :))

Eva Benjamínsdóttir, 31.12.2008 kl. 03:20

14 Smámynd: Bergur Thorberg

Með tárin í augunum hlusta ég, les og nýt. Förinni var heitið til Jótlands, í garðhúsið, þar sem við Bergþóra ætluðum að gera eina litla sæta plötu með verkunum okkar... í bland. Af ferðinni varð aldrei. Bergþóra fór til að sinna öðrum erindum... langt í burtu... þar sem skýjum hefur ekki tekist enn að renna sér fyrir sólina. Ég sakna hennar mikið. Eins og þín. Elsku Eva. Með höndina á hjartastað, geri ég verk mín...... eins og þú, sem hefur kennt mér svo margt. Megi Guð og góðar vættir vaka yfir þér og þínum alla tíð..... en mundu... að láta ekki þessi skáld rugla þig í ríminu. Listamenn eru stórhættulegir saklausum börnum þessarar þjóðar. Sérstaklega ef þeir eru sjálfir börn. Knús knús frá mér og mínum.

Þinn vinur. Bergur Thorberg  

Bergur Thorberg, 31.12.2008 kl. 14:05

15 Smámynd: Bergur Thorberg

Ps. Það eru mörg vídeóverk sem bíða eftir súbjektívu kamerrunni þinni. Ég bíð spenntur.

Bergur Thorberg, 31.12.2008 kl. 14:08

16 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Og nú fer ég líka að gráta elsku Bergur minn...og aldrei það kemur til baka. Bergþóra var snillingur og er löngu örðin klassísk baráttukona. ER ekki alveg komin tími á stúdíó tíma hjá þér kallinn minn? Þú hefur þetta allt, lög, texta, tónlist og syngur undurvel, svo blítt, skemmtilegt, hnyttið og beitt. Hvar er sponsorinn???

Ég var að hugsa til þín og lesa þína skapandi skemmtilegu pistla þegar þú hefur verið að skrifa til mín. Mig langar að faðma þig og þakka þér þá miklu hlýju og skilning sem þú sýnir mér alltaf. Og þetta er engin''Örræfilsást'', þó orðið hitti mig í hjartastað.

Mínar hjartansóskir um gæfuríkt komandi ár til þín og allra þinna elskulegustu. Þakka tryggðina í gegnum tíðina.

Þín vinkona Eva

P.S hahaha á fullt af skotum sem ég gæti lært að klippa. Við gætum rennt einu lagi í gegn á no time...

Eva Benjamínsdóttir, 31.12.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband