Það segir fátt af einum...

               Sarah Brightman: Love Changes Everything.

 

Það segir fátt af einum, einsog sagt er en mig langar að miðla nokkrum myndum sem ég tók í París og öðru sem heillar mig þessa dagana.

 Að sjálfsögðu kemst maður ekki hjá því að fylgjast með heimsfréttunum, þó ég megi prísa mig sæla að hafa verið fjarverandi kreppu áreitinu örskotsstund meðan hörmungarnar gengu yfir Ísland.

Fólk á mat og kaffihúsum í París, lýstu ástandinu með miklum látbragðsleik og ýmist var þetta aðhlátursefni eða konur supu kveljur og tóku fyrir munninn hættu að borða og störðu undrunaraugum á þann sem fróðastur var um heimsfréttirnar.

Maður þarf ekki að kunna mikið í frönsku til að skilja hvað er á seiði. Fólk var síendurtekið að tönglast á; Économie d´ Islande, Économie d´ Islande, Économie d´ Islande.

Ísland er hrunið og Íslendingar eru einskis virði. Allir Íslendingar sem einn, loddarar. Hvaða þjóð treystir yfirlýstum loddurum, sem lokað er á með hryðjuverkalögum einsog Gordon Brown á Englandi þótti öruggast að gera? Og sverti alla Íslensku þjóðina fyrir alheimi, fyrir sakir örfárra ráðamanna, sem voru ábyrgir fyrir gjaldþrotinu. Þetta mun því miður seint gleymast en kannski var aumingjans maðurinn að gera akkúrat það sem Íslendingar áttu skilið?!!!

Sannarlega hef ég mikla samúð með fólki sem lifði aldrei neitt, heldur vann og vann og sparaði hverja krónu og keypti í góðri trú örugg hlutabréf í varasjóð til efriáranna. Þeim hefði verið hollara að ferðast, kaupa myndlist, fara í leikhús, tónleika og að átta sig á að listin er alvöru auðlegð, sem rýrnar ekki við notkun. En það er ekki of seint að njóta lífsins, bækur eru alltaf til staðar og í þeim gnótt af ráðum til að lifa þrengingarnar af. Vonin er býsna sterk.

Margir hugga sig við að horfa út fyrir naflastrenginn, horfa til heimsins alls, þar sem millónir manna og barna, deyja úr hungri og sjúkdómum daglega.

Það eru eflaust margar leiðir til. Fagaðilar á Íslandi eru hvarvetna boðnir og búnir til að styrkja og ráðleggja ráðalausum einstaklingum, lofa fullum trúnaði, einsog fréttir herma.

Það er óhætt að segja að umræðan sé mikið áreiti og ég botna ekkert í því að stjórnin segi ekki af sér svo maður tali nú ekki um stjórn Seðlabankans. Það hafa margir bent á að fagaðilar séu af skornum skammti í Seðlabankanum. Það á auðvitað að ráða fagaðila og hætta ekki traustinu í pólitískar hendur. Ætli menn þurfi að ljúga aðeins meira???!!!, ég veit það ekki.

Einu jákvæðu hef ég ýtrekað tekið eftir síðan ég kom heim: Menn eru umburðarlyndari í umferðinni og gefa sér tíma til að segja til vegar. Það er alveg glænýtt, jákvætt og kostar ekki peninga. 

Ég óska bloggvinum mínum öllum góðs gengis, þrátt fyrir allt eru Íslendingar sterk og falleg þjóð. Stöndum saman og byggjum á traustari grunni ...næst!

Heartkveðja, eva

flowers_and_butterfly_copy.jpg28_sept_2008_29.jpg


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 20.10.2008 kl. 06:58

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkomin heim Eva mín og takk fyrir þennan fallega pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 08:25

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Elsku Ía, mér þykir þú vakna snemma!

Þegar ég hætti að reykja aftur, þá legg ég fyrir og kem til Prague. Hafðu það yndislegt

Eva Benjamínsdóttir, 20.10.2008 kl. 12:54

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk elsku Jenný mín. Sömuleiðis takk fyrir þína góðu pistla, sem hafa gert mér keift að brosa í gegnum tárin oftar en einu sinni. Gangi þér vel og hafðu það yndislegt.

Baráttukveðjur

Eva Benjamínsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:03

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæra Eva frænka mín velkomin heim og takk fyrir allar kveðjurnar á facebook.
sendi þér sömuleiðis Ljós og jákvæðni.
Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.10.2008 kl. 18:39

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk fyrir það elsku Milla frænka mín. Fésbókin er alveg að ræna mig öllum tíma en ég tek þátt. Ljós til þín og gangi þér vel, knús og kveðja

Eva Benjamínsdóttir, 20.10.2008 kl. 19:47

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, velkomin á volæðiskerið Eva Frakklandsfari!

Ekki myndi ég nú ætla að valdamaður Englaríkis hafi breytt vel, ekki ímynda þér það, tilraun í þessa íllu átt gerði hann bara til að bæta vonda stöðu sína hjá breskum almenningi og það á eftir að koma í ljós hversu lögholl þessi virkjun á hryðjuverkalögum gegn að því virtist vina- og bandalagsþjóð, reynist.

En þetta er já sorglegt með alla þá er glatað hafa mestu eða öllu af sínum sparnaði vegna hlutabréfakaupa. En Eva mín, "örugg hlutabréf" eru ekki til, eðli slíkrar fjárfestingar eru áhætta, fyrst og síðast, þú getur jú grætt margfalt, en líka tapað öllu!

En ekki að spyrja að franskri dramatík þegar meiriháttar viðburðir gerast!

Og þú getur rétt í það, "menn lifa ekki af brauði einu saman", hið andlega fóður sem þú nefnir kannski mikilvægara nú fyrir marga en nokkru sinni fyrr!?

En kemur bara með fyrrverandi frú Lloyd-Webber já! Aldeilis vel til fundið, mjög góð söngkona og það bæði klassískt og á söngleikja/poppsviðinu!

Synd að hún hafi ekki enn komið hingað að halda tónleika, á sér marga aðdáendur hérlendis.(sjálfur "rokkhundurinn" ég á meira að segja nokkrar plötur með henni!?)

En ertu að gefa eitthvað í skyn, dularfulla kona, með því að velja þetta tiltekna lag!?

Magnús Geir Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 21:26

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Elsku Eva velkomin heim !  Mikið er hressandi að lesa þennan pistil !

  Ég tek nú undir með honum Magnúsi hvað varðar plebbann hann Gordon Brown, sem er að breiða yfir eigin aumingjaskap og óvinsældir, með því að slá sér upp á því, -  að sakfella alla Íslensku þjóðina um afbrot fáeinna "skúrka" sem vaðið hafa yfir lönd og strönd rupplandi og rænandi, í nafni norrænna víkinga. - Hann vissi vel hvað hann var að segja þegar hann ákvað orðaval sitt. -  Hann vissi mæta vel að þannig mundi hann ná til alls heimsins á einu bretti með því að segja alla Íslendinga þjófa, og gera þá að blórabögglum fyrir eigin vanmætti. -

Og nú eru Bretar búnir að ráða Herra Lloyd Webber til að semja framlag þeirra til Evróvisjónkeppninnar í ár, sem haldin verður í Moskvu. -   

Kannski sigra þá Bretar loksins og hljóta Rússagullið að launum. 

Eða Olíuhreinsistöð !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.10.2008 kl. 01:05

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þakka þér Magnús minn kær fyrir athugasemdina góðu.

Mér finnst kallinn Gordon Brown heldur slappur með lausnir á sínu mannorði og sé ekki nokkra fyndni í framkvæmdinni heldur. Ótrúlegt að þessi kall skuli ekki vera fokinn út í hafsauga satt að segja.

Fólk kaupir hlutabréf af því að markaðurinn heilaþvær saklausa kaupendur og telur því trú um að mikill gróði sé í nánd. - Gæti hugsanlega farið í siglingu áður en það verður að grænmeti, eða hverju þeir ljúga, kann ekki svona bissniss og ég gæti aldrei selt hlutabréf með góðri samvisku. Og líklega bara heppin að hafa alltaf verið of blönk til að geta hugsað um svona fjárfestingar.

Þú ert sannarlega smekkmaður Magnús. Mér finnst líka tímabært að þessi yndislega söngkona Sarah Brightman, komi til Íslands. Love Changes Everything, syngur engin betur en Sarah og ég er á því að ástin geti gert kraftaverk í kreppunni, frekar en hlutabréf.

Farðu vel með þig í norðangarranum, takk fyrir innlitið
kveðja, eva

Eva Benjamínsdóttir, 21.10.2008 kl. 01:40

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Elsku Lilja mín, mér fannst vænt um að sjá þig í kynningu á Músagildrunni í Sjónvarpinu á dögunum. Tók afrit (hér að neðan) af blaðsíðu í Degi í dag, fyrir alla þá sem ættu að skella sér norður á sýninguna..including me!

Sammála, það mátti reyna að ná sér í völd og vinsældir, hvað Gordon Brown snertir en aðförin útúrpælda á Íslenska þjóð, þvær ekki bullið sem lekur úr munnvikum hans, fyrr en hans þjóð lætur hann fara. Ósmekklegt uppátæki í alla staði.

 Herra Lloyd Webber, stendur sig í Eurovision, ómögulegt annað, en hver á að syngja? hef ekkert lesið um það.

Mikið væri dásamlegt að losna við áhyggjurnar af Ólíuhreinsistöðinni, geta yfirfært loðna tilboðið til Bretlands. kveðjur og ég gradulera Lilja mín.

'Nú standa yfir æfingar á hinu víðfræga leikriti Músagildrunni eftir Agöthu Christie hjá Leikfélagi Akureyrar og er frumsýning áætluð 18. október nk. í Samkomuhúsinu. Agatha Christie hefur jafnan verið kölluð Drottning glæpasagnanna og er víðlesnasti höfundur veraldar. Músagildran er trúlega hennar frægasta verk en það var frumsýnt í London árið 1952 og hefur gengið sleitulaust síðan. Á fimmtíu og sex árum hafa verið sýndar yfir 23.000 sýningar á verkinu og það gengur enn fyrir fullu húsi. Gísli Rúnar Jónsson íslenskar og gerir leikgerð fyrir Leikfélag Akureyrar. Glæsilegur hópur listamanna tekur þátt í uppfærslunni og leikstjóri er Þór Tulinius. 

 

Músagildran er gríðarlega vel skrifað spennuleikrit og inniheldur eina snjöllustu morðgátu leikbókmenntanna. Óveður geisar um sunnanvert landið. Hópur ferðalanga verður innlyksa yfir páskana í Skíðaskálanum í Hegradölum. Veður fer versnandi, snjórinn hleðst upp - og fyrr en varir taka líkin að hlaðast upp. Ekki líður á löngu uns gestirnir átta sig á að morðinginn er á meðal þeirra.
Meðal leikara í Músagildrunni eru Viktor Már Bjarnason og Anna Svava Knútsdóttir, en þau eru bæði á föstum samningi hjá LA í vetur.'

 


Eva Benjamínsdóttir, 21.10.2008 kl. 02:28

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Velkomin í heimsókn Eva mín any time!

Ía Jóhannsdóttir, 21.10.2008 kl. 11:01

12 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk fyrir það Dóra mín. Gott að vita til þess að einhverjum líður vel. Kuldinn er ekki verstur og snjórinn er ekki vandamálið. Ef maður á mat og hlý föt til að klæða það versta af sér, þá er bara gaman að vera úti og leika með börnunum í snjónum. Þú ert heppin með vinnu, allt undir sama þaki og líkamsræktin líka?

Eva Benjamínsdóttir, 21.10.2008 kl. 12:07

13 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk Ía mín, yndisleg ertu. Ég hef þetta á bak við eyrað, langar rosalega það er ekki spurning. Hafðu það gott áfram í þinni fögru sveit

Eva Benjamínsdóttir, 21.10.2008 kl. 12:19

14 Smámynd: Heidi Strand

Velkomin heim. Mig langar líka heim.

Heidi Strand, 21.10.2008 kl. 20:27

15 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk, en þú ert heima Heidi mín. Velkomin heim

Eva Benjamínsdóttir, 22.10.2008 kl. 01:04

16 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

satt og rétt kæra eva. þetta verður vonandi allt til góð þegar tímar líða . hamingjan kemur nefnilega innan frá og kostar ekkert.

velkomin heim !

Kærleikur til þín frá Lejre

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 15:15

17 Smámynd: Heidi Strand

Takk fyrir það Eva.

Hér er smá vetrakveðja: http://www.infobarrel.com/11_Crazy_Pumpking_Carvings

Heidi Strand, 26.10.2008 kl. 22:31

18 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Dóra mín: Helgin er komin og farin...og ég er alsæl. Vona að þú hafir skemmt þér vel á sveitaballinu, hverjir voru að spila og hverjir voru ekki á

Eva Benjamínsdóttir, 27.10.2008 kl. 02:10

19 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Steina mín, takk fyrir allt góða streymið sem ég fæ frá þér góða kona. Hamingjan á eftir að elta mig til Lejre til þín að kíkja á list og lítinn lund. Kannski á næsta ári? Guð veit. Kærleikskveðjur héðan til þín frá holta-sóleyjunni...úr lúpínuheimum.

Eva Benjamínsdóttir, 27.10.2008 kl. 02:18

20 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Heidi mín, takk fyrir glaðninginn, ætli ég sofi nokkuð í nótt.. Fór á menningarrölt í dag. Sá stórsýningu Braga Ásgeirs á Kjarvalsstöðum...hann er risi og þetta var nú ekkert, sagði Bragi, 'það komst bara ekki meira fyrir'. Hann var hress að vanda og heldur sér vel.

Fór á lokasýningu Haraldar Jónssonar í ASÍ með yndislegri vinkonu og við skemmtum okkur konunglega við upplestur skáldanna Kristínar Ómarsdóttur, Sjón og Hjálmars Sveinssonar. Það hefur lengi ekki verið notalegra að finna sig sem fimm ára barn, sitjandi prúð á gólfinu í litlu stofunni í Ásmundarsal, fullri af fólki. Þetta verður ógleymanlegt. kveðja 

Eva Benjamínsdóttir, 27.10.2008 kl. 02:30

21 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kære eva, þú ert alltaf velkomin !

kærleikskveðjur héðan

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 12:45

22 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk fyrir það Steina mín. Yndisleg ertu!

Kannski við sýnum saman einn daginn, hver veit!?

Dream on pop-corn. Gangi þér vel,

kærleiksknús héðan kveðja

Eva Benjamínsdóttir, 2.11.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband