Bráðum.....

Í tilefni fæðingardags Halldórs Laxness í dag, langar mig til að miðla til ykkar mynd af Marionettu, sem ég skóp fyrir margt löngu af skáldinu. Verkið má sjá í allri sinni dýrð í safninu á Gljúfrasteini.

Halldór Laxness

 BRÁÐUM KEMUR BETRI TÍÐ

 Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta lánga sumardaga.
Þá er gaman að trítla um tún og tölta á eingi,
einkum fyrir únga dreingi.
Folöldin þá fara á sprett og fuglinn sýngur,
og kýrnar leika við kvurn sinn fíngur.

Halldór Laxness

 

  Snjotittlingur 1_20

 

 

 

 

 

 

 

Sumardagurinn fyrsti er á morgun, það er dagurinn sem ég var viss um að Snjótittlingar breyttust í Sólskríkjur.

 

 SÓLSKRÍKJAN


Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein,
sem hljómaði til mín úr dálitlum runni;
hún sat þar um nætur og söng þar á grein
svo sólfögur ljóð um svo margt, sem ég unni,
og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein -
ó, ef að þú vissir, hvað mikið hún kunni.

Hún kvað um sitt fjölbreytta fjalldala skraut,
hve frítt er og rólegt að eiga þar heima,
hve mjúkt er í júní í ljósgrænni laut,
hve létt þar er vetrarins hörmum að gleyma,
og hvað þá er indælt við ættjarðarskaut
um ástir og vonir að syngja og dreyma.

En sætust af öllum og sigrandi blíð
hún söng mér þar ljóðin um dalbúans næði,
um lundinn sinn kæra og lynggróna hlíð,
þó lítil og fátækleg væru þau bæði;
en svipurinn hýrnar, þér sýnast þau fríð
í syngjandi snjótittlings vornæturkvæði.

Þar söng hún í kyrrðinni elskhugans óð
um óbyggðar heiðar og víðsýnið fríða,
og æskunnar barnglaða, blíðróma ljóð,
sem biður þess sumarið aldrei að líða;
því sitja þar vorkvöldin hlustandi hljóð,
því hika þar nætur og dreymandi bíða.

En fjarri er nú söngur þinn, sólskríkjan mín,
og sumur þíns vinar hin fegurstu liðin;
hann langar svo oft heim á Þórsmörk til þín,
hann þráir svo ljóðin og vornætur friðinn, -
hann harmar í skógunum hrjósturlönd sín,
hann hlustar sem gestur á náttgalakliðinn

 Þorsteinn Erlingsson

 

GLEÐILEGT SUMAR OG TAKK FYRIR VETURINN

                           Heart kveðja eva
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Laxness flottur hjá þér.  Gleðilegt sumar Eva mín og takk fyrir veturinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 16:53

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleðilegt sumar elsku Eva mín og hjartans þökk fyrir veturinn,
það var yndislegt að kynnast þér svona í gegnum bloggið, og vona ég að við eigum einhvertíman eftir að hittast.
                       Knús til þín inn í sumarið.
                             Þín frænka Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.4.2008 kl. 17:01

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

sendi þér. Kisses         Love You A Ton og líka frá hvölunum, nú fara hvalaferðirnar að byrja og þeir eru svo stórkostlegir er þeir leika sér á flóanum.





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.4.2008 kl. 17:07

4 Smámynd: Hreinn Skagfjörð Gíslason

Gleðilegt sumar Eva mín og takk fyrir veturinn og sammveruma á Reykjalundi.

                                   Kv, Hreinn

Hreinn Skagfjörð Gíslason, 23.4.2008 kl. 20:41

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kæra Eva!

Afskaplega vel til fundið hjá þér að setja þessarf ylhýru ljoðlínur á blað, ef svo má að orði komast, rifja upp gamlar minningar um lestur Skólaljóðanna og brölt við að læra innihald þeirra.

Laxness var líkast til meira ljóðskáld en margur heldur, en hans yfirgripsmiklu skáldverk skyggðu þó eðlilega á kveðskapin, sem kannski ekki heldur var svo mikill.

Þorsteinn tvímælalaust eitt af þjóskáldunum, þó kveðskapur hans af léttara taginu hafi nú e.t.v. orðið lífseigari en annað, samanber hlíðarendakotið.

Gleðilegt sumar og megi það verða þér sem best og gleðilegast.

Magnús Geir Guðmundsson, 23.4.2008 kl. 23:01

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mikið er Nóbelskáldið flott, ég hlakka til að skoða marionettuna betur í allri sinni dýrð  í návígi á safninu.  Gleðilegt sumar Eva og þakka þér fyrir hlýjar kveðjur og falleg orð í vetur er leið.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 24.4.2008 kl. 01:33

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gleðilegt sumar, Eva og takk fyrir bloggvináttuna... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 12:57

8 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Jenný mín: takk fyrir mig, ég hef haft svo gaman af þér í vetur, takk fyrir það og gleðilegt sumar

Milla mín: sömuleiðis takk fyrir öll þín kærleiksríku hjörtu, vona að ég komist norður í sumar, það er aldrei að vita með mig. Ég rakst á heimasíðuna, samferda.net í dag, menn eru alltaf á ferðinni, einir í bílnum. En fyrst á dagskrá eru Vestfirðir Gleðilegt sumar

Hreinn minn: Þakka þér fyrir veturinn og sömuleiðis samveruna á Reykjalundi og óska þér alls góðs og gleðilegs sumars.

Magnús minn: Þakka þér fyrir hlýjar kveðjur inn í sumarið. Halldór Laxness var og er sá besti, þó þoldi ég ekki Íslandsklukkuna fjórtán ára gömul og sagði honum það. Seinna sagði Halldór mér að hann hefði ekki ætlað bókina sem skyldulesningu fyrir börn. Ég þroskaðist þó og lærði að meta flest allt sem hann skrifaði. - Sólskríkjuljóð Þorsteins Erlingsonar, fær mig alltaf til að minnast þess besta úr æskunni (tárast) og mér finnst þetta ljóð tímabært núna ekki síst vegna virkjana og olíuhreinsis brölts, sem var þá svo langt frá hugsun framtíðarinnar. Eða einsog þú merkir, 'Fyrr var oft í koti kátt'. Gangi þér vel í sumar. 

Lilja Guðrún mín: ég er þakklát fyrir bloggvináttuna og pistlana þína.

Lára Hanna mín: ég dáist af dugnaði þínum í báráttunni til betri framtíðar. Þakka þér fyrir tímabær frábær skrif um það sem ætti að brenna mest á öllum Íslendingum, umhverfisvernd. Þakka bloggvinnáttu, þú ert baráttukona til fyrirmyndar, ég er með. Gleðilegt sumar.

Eva Benjamínsdóttir, 24.4.2008 kl. 15:26

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gleðiliegt sumar til þín og þinna.

Heiða Þórðar, 25.4.2008 kl. 01:41

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Gleðilegt sumar Heiða Þórðar, vænt um að hafa þig hér. Góðar uppákomur í lífinu

Eva Benjamínsdóttir, 29.4.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband