Föstudagurinn langi

Sólin skein á föstudaginn langa. Það var engin annar vegur í mínum huga en til Bláfjalla. Þar reyndi ég að finna mér gott pláss nálægt sléttu, svo ég gæti æft mig á gönguskíðunum. Lagði mínum rósrauða VW og gekk yfir götuna. Það var alveg ljóst að ég gat hvergi falið mig, samtal mitt við almættið um að verða ósýnileg í gerningnum var útilokað. Loksins tókst mér að renna ekki til og smella mér í bæði skíðin.

Myndavélin hékk um hálsinn, bakpokinn með heita súkkulaðinu og hrökkbrauðinu komið í hann, allt klárt. Heyrnartólin komin í eyrun, útvarpið stillt á rás 2 og þar hljómaði sjálfur Megas með píslargöngu Krists í tónverki eftir Passísálmum Hallgríms Péturssonar. Fullkomið, hugsaði ég og renndi mér skref fyrir skref titrandi og skjálfandi á beinunum.

Helga vinkona hafði sagt mér að beygja mig í hnjánum og setja göngustafina langt aftur fyrir mig og bruna niður brekkurnar, það væri ekkert mál að detta út til hliðar. Málið er að ég get ekki staðið upp án hjálpar ef ég dett, ligg bara afvelta þangað til mér er bjargað, alger klaufi, þess vegna vil ég ekki detta. Hún kenndi mér líka að ganga upp brekku skref fyrir skref með skíðin vísandi í sömu átt og eins útglennt skíði í V og í A til að stoppa. Hún sneri sér við einsog ballerína á punktinum og renndi sér niður brekkuna, rosalega flink en ég var ekki að ná þessu þann daginn.

Þetta var fjórða tilraun mín á gönguskíðum og nú ætlaði ég að bæta mig, en sá þá vélknúin fis á lofti sem tók alla mína athygli þannig að ég gleymdi mér í ljósmyndun. Þarna uppi vildi ég heldur vera. Fegurðin og umhverfið var þvílíkt á þessum degi að ég var bergnumin. Mikið vildi ég frekar sitja við hliðina á þessum, þarna uppi, hugsaði ég.

Eftir tveggja tíma útiveru, vonlausa gönguskíðaæfingu tók ég af mér skíðin og gekk til baka. Horfði til fjalla og hugsaði til systur minnar á Spáni. Sat í skottinu á bílnum og fékk mér heitt súkkulaði og hrökkbrauð. Koma þá til mín þrír gullfallegir ungir menn, sem komu til Íslands yfir Páskana frá Spáni en gátu ekki fengið gönguskíði leigð á staðnum.

Þið getið fengið mín, sagði ég. Þeir brostu og afþökkuðu gott boð. Þá bauð ég þeim heitt súkkulaði úr mínum bikar, sem þeir þáðu loks og þótti gott. Ég gat hringt í Bláa Lónið og athugað fyrir þá hvort þar væri opið á þessum „helga degi", sem ég efaðist um. En mér til undrunar sagði stúlkan já, það er opið til klukkan átta í kvöld. Þá vísaði ég þeim fjallasýnina til Hafnarfjarðar svo þeir fengju eitthvað eftirminnilegt frá Íslandi í minninguna. Þeir voru himinlifandi og afar þakklátir. Og ég líka. 

og koma svo eva a gonguskidum i blafjollum

 

eva i blafjollum copy

þrir ferdalangar fra sudur Spani

 

 

 

 

 

 

 

Dagurinn var hálfnaður og ég keyrði í átt að Rauðavatni, lagði bílnum og dreif mig í Stafgöngu. Þarna eru hestastígar og göngustígar en stundum liggja þeir saman og í leysingum verður þetta hið mesta svað. Ég þekki ekki leiðina hef aldrei komið hérna megin að vatninu áður og verð forvitin í góða veðrinu, finn lyktina af gróðrinum og hestaskítnum, finnst allt gott sem bendir á vor í lofti. Ég hitti hjón með dóttur og hund, hundurinn kom hlaupandi til mín en ég fékk ekki að klappa honum. Nokkrir hestamenn, karlar og konur á hestbaki og ég var ein í Hasaeti eftir Erlu Þórarins copyStafgöngu og ætlast ekki til neins. Komin upp á heiði út úr skóginum og sé Hasaeti konunglegtvítt til allra átta, stórkostlegt útsýni. Ég varð að stoppa aðeins og teygja smá svo ég gæti haldið áfram. Vatnið var ekki meðferðis, hafði gleymt því í bílnum og vissi ekki hvað væri framundan. Gekk ákveðin áfram og skildi ekkert í þessum krafti sem kominn er í mig. Er það reykleysið í tæpa tvo mánuði, eru það vöðvarnir sem eru að byggjast upp, á ég Reykjalundi allt að þakka, það er trúlegast. Svona tala ég við sjálfa mig og geri mér grein fyrir að ég ýti mér sjálfri áfram, þó ég reyni að taka leiðsögn. Það gerir þetta engin fyrir mann, það er einhver fullnæging í þessari vitneskju.

Ég hlustaði áfram á útvarpið, rás 2 og nú er ég mætt á yndislega tónleika í minningu Bergþóru Árnadóttur, trúbadors og baráttukonu.I hasaeti 21 mars 08

Loksins finn ég fyrir þreytu og þorsta eftir klukkutíma röska göngu. Lít í kringum mig og sá listaverk í fjarska. Sjö tröppur upp í hásætið. Ég trúi varla mínum eigin augum. Verkið var hinumegin við Rauðavatn fyrir nokkrum árum, fyrir neðan Moggahúsið. Ég þurfti aðeins að átta mig á þessu. Jú, þetta skemmtilega verk er eftir Erlu Þórarinsdóttur. Ég þekki þetta verk en nú ætla ég upp á skúlptúrinn, allar tröppurnar sjö og setjast í hásætið.

Í hásætinu sat ég dágóða stund, hugleiddi, auðmjúk og þakklát forsjóninni, naut útsýnisins sem aldrei fyrr.

Til hvers er myndlist ef hún er ekki til þess að njóta, ekki til neins, hugsaði ég. Takk Erla.

Lífið er dásamlegt.     

  

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Sæl og blessuð Eva. Gaman að vita af þér hér.

Kristbergur O Pétursson, 23.3.2008 kl. 14:26

2 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Velkominn Kristbergur minn, gott að vita af þér líka.

Þú vekur upp áleitar spurningar um listina á síðunni þinni og hefur haft mig djúpt hugsandi í dag. Listin er svo stór og umfangsmikil en líka svo smá og ósýnileg. Listin er frumkraftur, listin er hugmyndafræði.  Sjónlist greinist í marga flokka og engin flokkur er innan sérstaks ramma. Ólíkt tónlistinni og bókmenntunum þó allt nærist hvert með öðru þá eru fomúlur hefðbundnari í tónlist, ljóðlist og bókmenntum. Og svo er það dansinn.

Öll er listin samskiptaverkfæri einhverskonar og skiptir engu hvort menn eru heyrnalausir eða blindir, því meðan listin er byggð á skapandi hugsun er hún útskýranleg. Tungumál tilfinningagreindar er mikilvæg í dag.

Þar sem rauðbleikur eyrnasnepill þótti ósiðlegur og nekt vakti hneykslun í málverkum í gegnum aldirnar er eitthvað allt annað upp á teningnum í dag.  Það er erfitt að segja hvað gengi fram af yfirstéttinni í dag, en það mundi seljast, ef markmiðið væri að skemmta skrattanum.

Performance, var upphaflega ætlað til að vekja listrænt athygli á e.h. án þess að hægt væri að kaupa verkið eða selja.

Þarf að pæla meira í þessu og lágkúran er alveg eftir.

Eva Benjamínsdóttir, 23.3.2008 kl. 18:28

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

heil og sæl Eva, gleðilega hátíð og þökk fyrir kveðjuna frá þér!

Þú ert greinilega með baráttuvilja og bjartsýni að efla innra þrek og þol, falleg og einlæg frásögn hjá þér. Þér lætur alveg ágætlega að segja frá og setja hugsanir þínar niður á blað. Hljómar að sönnu svolítið viðkvæm og með þörf fyrir meira sjálfstraust og öryggi, en með elju og áframhaldandi trú mun það lagast. Stuðningur vina og vandamanna er alltaf nauðsynlegur ef og þegar harðnar á dalnum í baráttunni, vona ég að slíkan stuðning fáir þú og sért ófeimin að óska hans!

Bestu kveðjur til þín.

Magnús Geir Guðmundsson, 23.3.2008 kl. 19:04

4 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Gott að heyra frá þér kæra frænka og velkomin á fima fætur um fjöll og firnindi.

Heislist þér sem best og Gleðilega Páska:) 

Linda Samsonar Gísladóttir, 23.3.2008 kl. 20:50

5 Smámynd: Jens Guð

  Frábær dagur hjá þér.

Jens Guð, 23.3.2008 kl. 23:49

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Magnús: satt segirðu, ég er með baráttuvilja og bjartsýni í hjarta.

Ég veit ekki hvort þú meinar að mig vanti sjálfstraust og öryggi á skíðum eða tjáningu í skrifum. Ég er eiginlega ómöguleg í hvorutveggja. Alveg rétt hjá þér, ég er stundum viðkvæm en samt er ég nagli líka. Ég er öll að skreppa saman til heilsu eða öllu heldur þ.e. e.h. að teyjast úr mér þessa dagana og ég nýt þess að finna stryrkinn koma aftur. Þakka stuðninginn og hreinskilnina, hafðu það gott líka og takk fyrir mig. kveðja, eva

Linda: Mér líður bara betur og betur. Gangan gerir gæfumunin, kraftur til þín kv.:)

Jens: Takk fyrir innlitið, ven. Það er ekki annað hægt en að vera sáttur við lífið núna. Heilsan er fyrir öllu. Satt segirðu, frábær dagur. Ljós til þín! PEACE! 

Eva Benjamínsdóttir, 25.3.2008 kl. 12:45

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæl aftur Eva!

Mér finnst örla svolítið á sjálfsöryggisskorti já, bara svona almennt í lýsingunum hjá þér, t.d. að þú hafir verið orðin skömmustuleg þarna sem þú varst að festa á þig skíðin. tónninn í þér líka svolítið viðkvæmnislegur, finnst ég skynja það við lesturinn, en er nú heldur ekkert stórvægilegur og bara eðlilegt þegar maður hefur tekist á við mikla baráttu, baráttu við sjálfan sig í bland!

Þigg svo bara með þökkum að taka með þér "dansinn" góða kona!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.3.2008 kl. 00:21

8 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sæll Magnús,

þetta er nú bara dásamleg gagnrýni hjá þér. Veistu í sannleika sagt þá hefði mér ekki brugðið þó fólk hefði hlegið að mér, svo undir tæki í fjöllunum. Ég var bara að hlusta á Megas í góða veðrinu og skemmta mér einsog ég gat þó ég kynni ekkert á skíðum. Veðrið var svo yndislegt. Skammast mín ekki neitt og er þrælkjörkuð svona yfirleitt. Það þurfa allir að takast á við sjálfan sig. Skemmtu þér bara vel við það sem þú ert að gera!!! Og hvað er það nú annars? Ljós til þín, kveðja eva 

Eva Benjamínsdóttir, 26.3.2008 kl. 19:25

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jæja mín ágæta Eva og komdu sæl á ný, skal nú ekki mála hughrif mín sterkari litum en ástæða er til og ekki kalla það heldur gagnrýni, fannst þetta bara við lesturinn.

Ég geri nú hitt og annað skemmtilegt, til dæmis að hnýta saman lítilsverða orðakransa til að ganga í augun á frómum konum eins og þér auk að kúldrast við að klambra saman ýmsum hugverkum.Og eins og stendur í bloggsíðukynningunni minni er ég áhugamaður um flesta hluti, tónlist, vináttu, gæsku og guðmávitahvað!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.3.2008 kl. 00:07

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sæll Magnús,

Það er ekki laust við að 'lítilsverður orðakrans' hafi gengið í augun á mér, fallega sagt. Þú er eflaust hinn besti maður og skapandi heyrist mér, það er svo gott, haltu því áfram, ég hef lesið nokkrar vísurnar þínar.

Verð þó að hryggja þig, ég er ekki að leita að mannsefni, það var aldrei tilgangurinn með þessu bloggi mínu. Svo er ég ómöguleg og nenni ekki að spjalla, heldur fer ég út að ganga. Þakka þér samt fyrir komuna og hafðu það sem allra best. kv. eva

Eva Benjamínsdóttir, 27.3.2008 kl. 14:29

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sein á ferðinni, ég veit það, en takk fyrir mig.  Er búin að lesa allt.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2008 kl. 15:17

12 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Hæ Jenný mín, það liggur ekkert á, mér finnst vænt um að þú last allt.

Takk fyrir mig og 'power to you woman'.

Eva Benjamínsdóttir, 27.3.2008 kl. 23:57

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín Ágæta Eva!

Áttu því að venjast ef til þín eru hlý eða vinsamleg orð, að þar með sé viðkomandi að stíga í vængin við þig, eða fara á fjörurnar við þig?

Þakka þér kærlega fyrir að lesa vísurnar og góð kvatningarorð,alltaf vel þegið að fá slíkt. En er nú ekki óþarfi að þakka mér fyrir komuna þegar ég hef vart gert annað en að reka fésið inn um dyragættina?Og hafi ég verið með bónorð í farteskinu, hlýt ég bara að hafa týnt því og gleymt á leiðinni haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.3.2008 kl. 17:07

14 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Magnús, veistu það er nú oftast þannig að eftir ofurhugguleg og vinsamleg orð til mín er næsti kafli, að stíga í vænginn eða að fara á fjörur. Þetta er allt í réttri röð hjá þér. Fyrirgefðu mér misskilningin og styggðina, upp með húmorinn og ég hristi þessa vitleysu af mér. Skárri er það nú viðkvæmnin, að halda þú værir með bónorðið í beinni hehe. Farðu vel með þig kv.

Eva Benjamínsdóttir, 30.3.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband