Út að ganga....

Sundlaug a Reykjalundi
Kæru vinir

 Eftir fimm vikna viðveru og heilsueflingu á Reykjalundi er ég eldhress. Árangurinn er satt að segja ótrúlegur. Ég bætti mig um 40% í þoli á þessum tíma, sem er frábært. Sannarlega var ég komin til að bæta mig og styrkja, eftir langvarandi veikindi en þetta kom mér á óvart.

Starfsfólkið er fullkomlega faglegt á öllum sviðum og óhætt að treysta skóluninni og aðhaldinu þar á bæ. Uppbyggingin lætur ekki á sér standa ef farið er eftir því sem kennt er. Reykjalundur er góður skóli.

Auðvitað verður maður að fórna ýmsu í átakinu en það er allt þess virði þegar upp er staðið.

- Einmitt þegar upp er staðið frá tölvunni er gott að muna eftir að ganga mikið, nokkra kílómetra ef mögulegt er og helst frekar hratt, fá blóðið á hreyfingu, borða hollan mat og hætta að reykja. Hvíla sig reglulega og fá hugarró. Sleppa tölvunni ef hún er komin út í ómissandi fíkn einsog sígaretturnar. Það er ekkert auðvelt.

Ég hætti að reykja nóttina áður en ég lagðist inn á Hjartadeildina og hef nú verið reyklaus á sjöttu viku. Það gengur einn dag í einu. Tölvan er líka vinur, hún gefur tímabundinn félagsskap en enga heilsueflingu. Ég var að koðna niður og neðar andlega og líkamlega, enda sat ég og las út í eitt, reykjandi án þess að borða rétt eða hreyfa mig. Ég var alltaf að bíða eftir kallinu og svo var komið að mér.

Það er langur biðlisti að Reykjalundi en læknar meta aðstæður fólks hverju sinni og sjá um að sækja um og skrá viðkomandi.

Vongóð um framhaldið í lífinu, þakklát í hjarta mínu fyrir yndislega umönnun og heilsueflingu að Reykjalundi, góða herbergisfélaga, frábæra sjúklinga og skemmtilegt fólk.

                                Takk fyrir mig, Heart kveðja, eva

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Eva mín það yljar mér um hjartað að heyra í þér, og að þú skulir hafa haft svona gaman og gott af veru þinni á Reykjalundi, enda ekki von á öðru á þessum yndislega stað. Nú eru snúllurnar mínar að koma frá laugum, Íris mín að flytja hingað á morgun og sonurinn kemur með sína fjölskyldu í heimsókn eftir helgi
og verður fram yfir páska. ég mun koma inn og láta heyra í mér þegar tími gefst.
                            Kærleikskveðja frænka mín Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2008 kl. 17:44

2 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk elsku Milla mín, alltaf yndislegt að sjá þig og heyra. Maður er út úr allri umræðu og það gerir ekkert til því heilsan er fyrir öllu og þetta er bara byrjunin. Nú er að halda áfram og reyna að standa við loforðin.

Það verður fjör hjá þér um Páskana og fullt af ungum í kringum þig. Er ekki lífið dásamlegt? Ég ætla í Bláfjöllin ef vel viðrar, æfa mig á gönguskíðum ekki veitir af. En fyrst er það fermingarveisla og svo önnur eftir Páska.

Gleðilega Páska kærleiksríka frænka mín, þín eva.

Eva Benjamínsdóttir, 13.3.2008 kl. 21:22

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Eva mín sendi þér kærleiksríkar Páskakveðjur.

 Easter Basket KissesKnús til þín Milla. 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2008 kl. 09:37

4 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilega páska og hafðu það gott

Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 23:04

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Einlæga Eva!

óska þér gleðilegrar og góðrar hátíðar, vonandi vegnar þér áfram vel á göngunni upp bröttu lífsbrekkuna hér eftir! Hef aðeins lesið skrif þín og finnst þau athygliverð!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.3.2008 kl. 13:34

6 Smámynd: Heidi Strand

Kæra Eva.
Gott að heyra að þú ert að ná heilsuna. Ég vissi ekki að þú varst á Reykjalundi.

Gaman að sjá þig aftur á blogginu. Gleðileg páska.

Heidi Strand, 20.3.2008 kl. 14:44

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk elskurnar fyrir að kvitta hér hjá mér með uppörvandi orðum og öðrum töfrum. Svona ljúflegheit ylja mér hér heima, frá frosti og fjúki fyrir utan. Ljós til ykkar og góða heilsu!

Gleðilega Páska

Eva Benjamínsdóttir, 20.3.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband