Safn hættir!

Ég hef ekkert átt gott með að atast í þessum myndum, sem ég er að bæta á forsíðuna. Ég held bara áfram því haustið sagði mér sögur og þess vegna verð ég að skipuleggja árstíðirnar og hafa smá reglu á hlutunum. Errm

Skrapp á loka myndlistarsýningu í Safni á föstudaginn. Sýning Kristjáns Guðmundssonar, var glæsileg á þrem hæðum í húsinu, sem hættir starfsemi sinni eftir þessa sýningu. Hættir, eftir þessi tímabundnu fimm ár, sem Pétur Arason og Reykjavíkurborg gerðu samkomulagið um Safn sem er einstakt og í farabroddi nútímalista í Reykjavík. Ég hef alltaf litið á Safn, sem Einkasafn Safn Péturs Arasonar, og auðvitað hefur hann auðgað mannlífið með fjölbreyttum myndlistarsýningum, erlendra sem innlendra núlifandi listamanna og færi ég þeim hjónum Rögnu Róbertsdóttur og Pétri Arasyni mína bestu þakkir fyrir þeirra framlag til menningarinnar.

Listamenn hafa tínt tölunni undanfarið og má þar nefna góðan dreng Birgir Andrésson, sem var einmitt að sýna ásamt Rögnu Róberts þegar hann lést.

Birgi fannst ég horuð í sumar, svo hann bauð mér til veislu ásamt vinkonu minni á 101 Restaurant, en þangað hafði ég aldrei komið. Ljúfur engill Birgir, blessuð sé minning hans. 

Það var margt um manninn í Safni, Forsetinn Herra Ólafur Ragnar lét sjá sig, fólk var kvikmyndað og allt hvaðeina í gangi. Ég verð þó að segja að lokum að mér geðjast ekki að því að Söfn hætti, enda var andrúmsloftið einskonar minningarathöfn og enginn sem ég talaði við sáttur við að leggja það niður.Shocking

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Ég hef ekki komið í safn. Veit ekki einu sinni hvar það er.

Heidi Strand, 30.11.2007 kl. 23:49

2 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Hvað segirðu, þá skaltu skella þér einhverntíman fljótlega, það lokar um áramót.

Safn Laugavegi 37, Reykjavík. Safn er upplifun!

kv. eva

Eva Benjamínsdóttir, 30.11.2007 kl. 23:55

3 Smámynd: Heidi Strand

Takk, geri það.

Heidi Strand, 2.12.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband