Kreppan er loðin og í launsátri!

Haraldur og Finnbogi

 

 

Hvernig leysa menn á sem skemmstum tíma ástandið?    Með fagfólki að sjálfsögðu.

Hvað þarf mörg augu til að rýna í lygarnar og plottið sem ábyrgðarmenn einir virðast hafa vitneskju um?

Hvenær ætlar Ríkisstjórnin að axla ábyrgðina og tala hreint út til þjóðarinnar?

      Hvað veit Davíð, sem við fáum ekki að vita? 

 Þetta er augljóst, siðblint ofbeldi og ekkert annað, að halda  heilli þjóð í heljargreipum mánuðum saman án útskýringa eða afsökunar. Og fáráðleikinn! Að sitja einsog bræddur við  stól í Seðlabankanum einsog Davíð Oddsson leyfir sér að  gera í lýðræðisríki. Hann er þjóðinni til skammar og öllum  siðmenntuðum heimi líka. - Hann verður að yfirgefa sætið,  hann verður að sýna manndóm, yfirgefa Seðlabankann, hann er ekki starfinu vaxinn og úti í heimi  tekur hann enginn alvarlega.  Af hverju fær lýðræðið ekki ráðið?

Eigum við ekkert betra skilið? Viljum við ekki faglærða menn í áhrifastörfin, sem segja okkur sannleikann um ástandið. Þessi óvissa er óbærileg, og óttalegur tími virðist til, til að plotta nýja lýgi ef við stöndum ekki vaktina. Við verðum að koma þessum Seðlabankastjóra frá strax, því nú stöndum við frammi fyrir dauðans alvöru og viljum bretta upp ermarnar og starfa að uppbyggingu, ekki meira niðurrifi, þjófnaði og lýgi. 

litrikt folkPeople Protest

 

 

 

 

 

 

 

 

KOSNINGAR SNEMMA Í VOR!!!

Ég skora á Ríkisstjórnina að vera heiðarlega það sem eftir er til kosninga og ávarpa þjóðina.

Mér er óglatt og grennist mikið þessa dagana, þetta byrjar á að fólk missir matarlistina, svo fara önnur líffæri að bila vegna skortsins, sérstaklega á andlega sviðinu, varaforðinn enginn. Endalaus sjúkleg græðgi hefur ofurselt Íslensku Þjóðina og vonandi dansað sinn síðasta dans. 

Hættum ekki að vera reið, það er full ástæða til. Hér á landi er betri kraftur til sameiningar en sundrungar. - Mótmælum friðsamlega, það eru sterkustu mótmælin, hlustum á skáldin og listamennina! Nú er lag! ÁFRAM ÍSLAND!

Baráttukveðjur til allra sem þjást!

Eva Heart

P.S. ÖLD FÍFLSINS er ljóð síðan 1981 eftir Gunnar Dal. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég er með ykkur í huganum eva mín, en fegin að ég á heima hérna í lejre.

knús og kærleikur

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 07:17

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Er í fríi frá öllu þessu í bili heheh....  eigðu góðan og notalegan dag Eva mín.

Ía Jóhannsdóttir, 8.12.2008 kl. 08:53

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr,heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.12.2008 kl. 09:40

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Halldóra mín: takk fyrir innlitið en ég spyr, er þér nokkuð andskotans sama?

Steina mín: gott að þú ert fjarri, finn góða strauma frá Lejre

Ía mín: takk fyrir stuðningskveðjurnar hehehe, prísaðu þig sæla

Jenný mín: kærar þakkir og gangi þér vel

Ég er búin að skipta aftur yfir í Firefox, það virðist ganga betur.

Annars er ég ósköp þreytt á öllu. Meira að segja smá brauðið sem ég bakaði í dag kom út úr ofninum einsog grjót- eru þetta skilaboð? - er mjölið ónýtt einsog Ríkisstjórnin, er það gamli ofninn eða er ég búin að missa touchið á hnoðinu, hugsaði ég? - Þá áttaði ég mig á því, að ég er búin að fá nóg og vildi svo gjarnan geta stimplað mig út. 20% verðbólga núna og fer hækkandi, algert óöryggi um framtíðina hjá fleiri þúsunds manns. - Ég get ekki setið hjá, hér er ég og get ekki annað. 

Baráttukveðjur

Eva Benjamínsdóttir, 9.12.2008 kl. 00:37

5 Smámynd: Heidi Strand

Góð færsla hjá þér Eva mín.
Þetta ástand er hættuleg þjóðarheilsunni.

Heidi Strand, 9.12.2008 kl. 13:12

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Heidi mín: takk fyrir innlitið. - Þó maður reyni að halda haus þá er frekar lágt á manni risið. Svindlið heldur áfram og einhverjir eru alltaf að græða á okkar kostnað. Kreppumjölið í Europris er ástæða þess að brauðin hefuðust ekkert, ónýtt drasl sem við eigum kost á að kaupa á góðum prís. Bara vara ykkur við,...kannski eitt góðverk á dag komi heilsunni í lag...gangi þér vel

Eva Benjamínsdóttir, 9.12.2008 kl. 18:08

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Og nú eru fyrrum eigendur að kaupa aftur fyrumm eigur sínar á brunaútsölu, og borga smáaura fyrir. - Já, Eva mín græðgin er söm við sig, og ríkisstjórnin segir ekkert né gerir því hvernig eiga þeir sem afhentu vinum sínum bankanna, kvótann, og allt hitt góssið, að tala af hreinskilni við þjóðina,  þá mundi þjóðin snúa baki við þeim pólitíkusum sem þarna voru að verki og aldrei kjósa þá aftur. 

Tek undir með þér mótmælum kröftuglega, og því kröftugra sem nær dregur jólum.

Látum ekki spillinguna ná völdum aftur á Íslandi. -Burt með spillingaröflin.

Baráttukveðjur til þín Eva héðan að norðan. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.12.2008 kl. 18:30

8 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Lilja mín: takk innilega. Já, ég er öll augu og eyru þessa dagana og reið, verulega reið. Þetta er vont leikrit, lélegir leikendur og leikstjórinn afleitur. Mér sárnar að menn skuli halda að fólkið, - þjóðin sé fífl með athyglisgáfuna á núlli. Og að leyfa sér að hoppa aftur upp í hringekjuna og endurtaka leikinn einsog ekkert sé sjálfsagðara, er siðblindara en tárum taki, þvílíkir hringanórar. Þetta verður að stöðva.

Bjartasta ljósið í skammdeginu er fólkið í mótmælum á Austurvelli.

Burt með spillingaröflin!

Baráttukveðjur!

Eva Benjamínsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:47

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Gott! takk fyrir mig... reyni að halda sönsum

Eva Benjamínsdóttir, 11.12.2008 kl. 13:08

10 Smámynd: Heidi Strand

Nú skil ég hvers vegna að smákökurnar mistókst.

Heidi Strand, 12.12.2008 kl. 22:23

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Aldeilis broddur í þér, harðorðasta grein sem ég hef lesið eftir þig!

Ert annars alltaf svo mjúkleg og mildi full, varð hins vegar já bara næstum hræddur að lesa þetta!

Þú lofar samt að berja ekki neinn í óðagoti eða í örvæntingu afklæðast á Austurvelli í algleymi!?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.12.2008 kl. 00:21

12 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Heidi mín: Svo þú hefur lent í ónýta kreppu-mjölpokanum líka. Usss svei þeim

Eva Benjamínsdóttir, 13.12.2008 kl. 01:30

13 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Magnús minn: Það er kannski gáfulegra að bera harm sinn í hljóði en að hrópa á torgum en ég hef engu að tapa meðan ég hef snefil af sjálfsvirðingu. Þetta er minn lýðræðislegi réttur og ég gef mér frelsi til að nota þann rétt. - Þeir eru fleiri en einn, sem sviftu mannorðinu af Íslandi og nauðguðu þjóðinni til gjaldþrots en ég hef engan séð standa upp, skammast sín, biðjast afsökunar og yfirgefa sviðið. Ég bíð ennþá eftir þeim manndómi og finnst að Davíð ætti að fara fyrir flokknum.

Það væri nær að afklæða þessa andskota alla saman í gaddinum sem spáð er á  Austurvelli á morgun... ég er alltaf í Evuklæðum hvort sem er...

Eva Benjamínsdóttir, 13.12.2008 kl. 02:31

14 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

             BARÁTTUKVEÐJUR OG BURT MEÐ SPILLINGARÖFLIN !

Eva Benjamínsdóttir, 13.12.2008 kl. 02:35

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Eva frænka mín tek undir með þér í þessu og kosningar í vor, annars hefði ég viljað stjórn vitiborinnar manna sem vissu hvað þeir væru að gera ekki nýtt búnt af vitleysingum sem setja bara málin í endalausar nefndir eins og sú sem núna ræður ríkjum.
Ljós og baráttu til þín
milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.12.2008 kl. 13:28

16 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk fyrir innlitið elsku Milla frænka mín. Það er víst nóg til af viti í þessu landi en hvernig er hægt að troða því inn í þá sem stjórna eiga landinu. Þeir gleyma fólkinu sem kaus þá til embættis og klúðra öllu fyrir eigin hagsmuni. Valdspillar eiga ekki rétt á sér í lýðræðisríki. Burt með spillingaröflin, sópum þeim burt, látum þá bera ábyrgð, skúrum vel sýkta umhverfið og kjósum heiðarlegt fólk með ábyrðartilfinningu í vor. Það er meðalið fyrir þjóðina.

Ljós og baráttukveðjur norður til þín og þinna.kv. eva

Eva Benjamínsdóttir, 14.12.2008 kl. 13:07

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Uppi á hæstu hæðum,

já hinum ýmsu svæðum.

Svanna má sjá,

sífagran já

Evu á Evuklæðum!

En varð hugsað til útlendu stelpnanna sem komu hingað um daginn og "dönsuðu" fyrir utan Svörtuloftin að mótmæla meðferð á loðdýrum, skörtuðu eigin skinni einungis, nema héldu í brækurnar einhverra hluta vegna!?

En auðvitað mátt þú verða reið og rasa út, ekki var ég að banna þér það, varð bara hissa á hve ljúfa meyjan varð hvöss!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.12.2008 kl. 14:33

18 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk Magnús minn, þú gleður svo sannarlega mitt arma hjarta. Hélt ég væri búin að missa húmorinn, en svo er ekki. Vísan er flott !

Ótrúlegt hvað sumar kynsystur mínar leggja á sig...spurning hvort Eggert feldskeri hefði ekki átt að grípa tækifærið og hlaupa til, umvefja dömurnar pelsum og fá þá athöfn í mynd. Það hefði verð góð auglýsing, hvort sem þær hefðu slegið hendinni á móti hlýjunni eða ekki...

P.s ég hef mikið á móti því að drepa dýr í útrýmingarhættu fyrir tískuna en ég mundi ekki slá hendinni á móti pels í kuldanum. Tek við Síberrískri fjallarottu meira að segja. kv. eva

Eva Benjamínsdóttir, 14.12.2008 kl. 15:15

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það verður bara gerð uppreisn eftir áramótin, það er ég viss um.
Ennþá á að klípa af kökunni og hvað á fólk að gera engin vinna missa hús og bíl, engin matur fyrir börnin, hvað þá tómstundir, stéttarskiptingin verður algjör.
Veit ekkert af þessu fólki hvernig þetta var í síðustu alvöru kreppu.
Ljós til þín frænka mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.12.2008 kl. 17:13

20 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Milla mín, ég ætla rétt að vona að það verði ekki nýtt búnt af vitleysingum sem landsmenn kjósa yfir sig og ekki seinna en strax í vor. Stéttaskiptingin hefur lengi verið við líði á Íslandi og mikið hægt að fræðast um það á netinu. Ég sló upp stéttaskipting á Íslandi og fátækt á Íslandi á google og þar er menntun fyrir alla, sem vilja kynna sér afleiðingar stéttaskiptingar...heilsufarið er allavega áhugavert að skoða og bara allt heilsufarskerfið...tannlækningar fyrir börnin osfrv.

Gangi þér vel kveðja, eva

Eva Benjamínsdóttir, 14.12.2008 kl. 19:11

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Eva mín held að unga fólkið ætti að kynna sér þetta.
Ljós til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2008 kl. 15:12

22 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Dóra mín: þú ert rík að eiga góða mömmu, yndislegar dætur og hafa vinnu. Það er svo margt sem við getum verið þakklát fyrir. Þakka þér kveðjuna og ég óska þér gleðilegra jóla í faðmi fjölskyldunnar. kveðja, eva

Eva Benjamínsdóttir, 21.12.2008 kl. 12:19

23 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

            BARÁTTUKVEÐJUR OG BURT MEÐ SPILLINGARÖFLIN !

            BARÁTTUKVEÐJUR OG BURT MEÐ SPILLINGARÖFLIN !

            BARÁTTUKVEÐJUR OG BURT MEÐ SPILLINGARÖFLIN !

Eva Benjamínsdóttir, 21.12.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband